Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 85
Sverrir Kristjánsson
Bænarskráln
SÚ var tíð, að bænarskrár til kóngs-
ins í Kaupmannahöfn voru helzta
og nálega eina bókmenntaiðja íslend-
inga. Þótt mönnum finnist kannski
slík tegund bókmennta næsta ómerki-
leg og lítt sæmandi þjóð, sem skrifað
hefur konungasögur, þá leyndi rit-
snilld kynstofnsins sér jafnvel ekki í
eymdarlegum og undirdánugum bar-
lómi bænarskránna. Eina slíka bæn-
arskrá sömdu geistlegir og veraldlegir
höfðingjar fyrir hönd fátækra lands-
ins innbyggjara á alþingi við Oxará
7. júlí 1680.
Sú var forsaga þessarar bænarskrár,
að Danakonungur hafði rétt einu
sinni lent í stríði við Svía, á árunum
1675—1679. Ekkert hafðist upp úr
krafsinu nema útgjöldin. Nú þótti lof-
legum Kristjáni V. Danakonungi ekki
nema sjálfsagt, að þegnar hans úti á
íslandi greiddu að nokkru þessi út-
gjöld, og skipaði fógeta sínum þar að
krefja af þeim nokkurn stríðsskatt.
Þá tóku sig til nokkrir „þjóðkunnir
ágætismenn“ (sbr. Reykjavíkurbréf
forsætisráðherra vors í Morgunblað-
inu 20. marz siðastl.), og sömdu bæn-
arskrá til konungs og báðu um gjald-
frest í eitt ár. Og þótt þeir skrifuðu
á dönsku, þá kunnu þeir að koma fyr-
ir sig orði ekki síður en forfeðurnir,
og fara hér á eftir ávarpsorð bænar-
skrárinnar:
Stormægtigste höjborne Konge, al-
lernaadigste Arveherre Eders konge-
lige Majestats större Naade og höj-
priselig kongelig Beskærmelse over
os, Eders Majestats allerunderdan-
igste og troskyldigste fattige Under-
saatter paa Island, kan vi aldrig nok-
som berömme og desmindre fuld-
takke, önskendis af voris yderste
Hjerte, at Kongernes Konge den al-
mægtige evige Gud vilde Eders kong-
el. Majestat, samt det ganske konge-
lige Arvehus med langvarende Lykke
Prosperitet og Glori bevare og vel-
signe, mens vi allerunderdanigst ville
altid Eders kongel. Majestats trolyd-
igste Tjenere og Undersaatter findes
indtil Döden.
Bænarskrárritararnir bæta því við,
máli sinu til stuðnings, „at vi fattig
Islands Indbyggere, som for voris
himmelraabende Synders Skyld af
Guds Retfærdighed hjemsögte og
straffet haver været med haarde Aar-
inger og en sær streng næstforleden
Vinter baade paa Kvæget saavelsom
Fiskeriet höjligen betrængt ...“ Það
mátti vera hart og miskunnarlaust
75