Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 94
Tímarit Máls og menningar I svo að segja hverju kvæði færist brostin og fom hringing elligrænnar klukkunnar nær. Og kvæðið um stekkjarmóann endar svona: Sem til að minnast alls er áður var einn er ég staddur hér við rústirnar, og geng að verki enn með orji og Ijá. Og annar sláttumaður stendur hjá. Hinn rauði þráður Landsvísna er hljóð- látur uggur, blandinn karlmannlegu æðm- leysi. Þessi uggur er enganveginn fyrst og fremst persónulegur, heldur er sjálfur hinn almenni heimsótti í senn efldur og einfald- aður með sjálfsskoðuninni. Skáldið stend- ur frammi fyrir sinni tæknibrynjuðu atóm- öld með helsprengjuna yfirvofandi og sitt eigið land í hers höndum og innlendra gróðabrallsmanna með alþjóðlegan stór- iðjurekstur í forgrunni. Og Hvítársíðu- bóndinn getur ekki með nokkru móti trúað á það „jafnvægi í byggð ]andsins“ sem boð- að er á slíkum forsendum. Hann veit vel að senn muni að fullu úr sögunni það hrika- lega þúsund ára lífsstríð Bjarts í Sumar- húsum sem ætíð barg viðkvæmu lífsblómi skáldþrárinnar — og þar með í hættu sá einræni menningarstrengur sem aldrei slitn- aði í brjósti íslenzkrar alþýðu, heldur var hið aleina sem helgaði sérstakan tilveru- rétt þessarar litlu þjóðar: Og hér lauk tröllatíð við stórgrýtt fljótið — og tröllið eina stóð við fljótsins hjörg, og tröllið grét og tár þess hrundu í fljótið, og tár þess voru bœði stór og mörg. Svo uggandi er skáldið um afleiðingam- ar af hamskiptum íslendinga úr einangr- aðri bændaþjóð og bókmennta í tæknilærða „heimsborgara" hermangs og stóriðju að því verður að orði: Á bak við gráan sinuskúfinn sér í moldarund og svartan kolabrand úr löngu dauðri glóð. Þetta er landið undir sólinni sem á sér enga þjóð og ekki er jramar land. Hvar er þjóðin, hvar er þjóðin sem á sér ekkert land og ekki er framar þjóð? En ekkert fær þó haggað trúnaði skálds- ins við ættjörðina — hvað svo sem í vænd- um kann að vera: Og spurning sú, hvar vilt þú verjast hinzt, hér vakir hún og bíður svars frá þér, ef land þíns hjarta er hér, hið eina er jinnst, hvar er þá betra að falla en einmitt hér? Því sá er beztur blettur til á jörð og bindur jastast þann er stendur vörð, sem vonlaust er að verja ej illa jer. Þess er þannig ekki að dyljast að þessi litla bók er frá upphafi til enda safn hljóð- látra og mildra vamaðarorða sem endar á þessari látlausu völuvísu: Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, enda skalt þú börnum þínum kenna jrceði nun, sögðu mér það álfarnir í Suðurey, sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, sögðu mér það gullmura og gleymmérei og gleymdu því ei: að hefnist þeim er svíkur sína huldumey, honum verður erjiður dauðinn. En skáldi af uppruna og kynslóð Guð- mundar Böðvarssonar er lífið ekki sfður erfitt, ef það á ekki geð til að sætta sig við hvað sem vera skal og þegja síðan og deyja. Eitt sinn fagnaði það auðvitað tilkomu tæknibyltingarinnar sem endurlausn hins fátæka erfiðismanns, en nú óttast það að hinn hraði vöxtur hennar í höndum einok- unarhringa og hervelda muni gerast á kostn- 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.