Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar
rst hver við aðra unz þær fylla stærri
einingar líkt og á sér stað í öðrum
mælikerfum. Það fer eftir ýmsu hvaða
einingar við notum hverju sinni. Ald-
ur telst í árum, eða, að íslenzku tali, í
vetrum. í tæknimáli eru mest notaðar
einingarnar klukkustund, mínúta og
sekúnda. Tímaeiningarnar eru fengn-
ar úr tveim áttum. Annars vegar af
gangi himintungla. í þeim flokki eru:
Árið, umferðartími jarðar um sólu.
Mánuður, umferðartími tungls um
jörðu og sólarhringur (dagur), tím-
inn sem það tekur jörðina að snúast
einn hring um möndul sinn.
Hins vegar er flokkur tímaeininga
af mönnum gerður. í þann flokk telj-
ast vikan, klukkustundir, mínútur og
sekúndur. Ég leyfi mér að láta það
álit í ljós að hin nýtu regin hefðu ver-
ið enn nýtari ef þau hefðu ákveðið
gang himintunglanna þannig að daga-
fjöldinn í árinu hefði verið heil tala,
í stað 365,2422, og mánaðafjöldinn
annaðhvort 12 eða 13, en ekki 12
mánuðir og röskir 11 dagar og lengd
mánaðarins annað hvort 29 eða 30
dagar, en ekki 29 dagar, 12 tímar, 44
mín. og 2,98 sek. Ef til vill hafa þau,
hin nýtu regin, þó sagt sem svo, þar
sem af eðli málanna leiðir (sökum
flóðbylgj unnar, sem tunglið dregur
umhverfis jörðina) að sólarhringur-
inn lengist örlítið og lengd mánaðar-
ins styttist, er ekki ómaksins vert að
stilla þetta nákvæmlega, enda er ekki
nema þroskandi fyrir litlu krílin að
finna reglur fyrir öllu þessu.
Tímatal íslendinga í fornöld var
vikutal og talið í 7 daga vikum. Sjö
daga vikan á upptök sín meðal bænda-
fólks í Asíu. Bændur þessir unnu verk
sín 6 daga, en þann sjöunda gerðu
þeir sér dagamun, fóru í fínni fötin,
á markaðstorg, seldu vörur sínar,
spjölluðu saman og skemmtu sér.
Með eða frá Gyðingum breiddist 7-
daga vikan út til annarra menningar-
þjóða við Miðjarðarhafið. Hjá Róm-
verjum kom hún í stað 8 daga viku,
sem þar hafði verið fram yfir daga
Júlíusar Cesars. í Grikklandi kom hún
í stað 10-daga viku. Þessir landvinn-
ingar 7-daga vikunnar áttu sér stað
fyrir Krists burð og voru því ekki
samferða kristninni. Norrænu daga-
nöfnin benda einnig til þess, að 7-
daga vikan hafi komið þangað norð-
ur í heiðnum sið. Hjá Rómverjum
hétu fyrstu tveir dagar vikunnar, dag-
ur sólar og dagur mána, en hinir dag-
arnir voru kenndir við rómversku
guðanöfnin (sem einnig voru nöfn á
reikistj örnum þeim, sem þá voru
þekktar). Norrænir menn héldu róm-
versku nöfnunum, en þýddu þau þó
til síns máls og sinnar guðatrúar.
Fyrstu tveir dagarnir hétu enn eftir
sól og mána, en sá þriðji, sem Róm-
verjar kenndu við herguðinn Mars,
kenndu norðlægar þjóðir við Tý,
Mercuríus við Óðin, Juppiter við Þór,
Venus við Frigg eða Freyju, en síð-
70