Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar rst hver við aðra unz þær fylla stærri einingar líkt og á sér stað í öðrum mælikerfum. Það fer eftir ýmsu hvaða einingar við notum hverju sinni. Ald- ur telst í árum, eða, að íslenzku tali, í vetrum. í tæknimáli eru mest notaðar einingarnar klukkustund, mínúta og sekúnda. Tímaeiningarnar eru fengn- ar úr tveim áttum. Annars vegar af gangi himintungla. í þeim flokki eru: Árið, umferðartími jarðar um sólu. Mánuður, umferðartími tungls um jörðu og sólarhringur (dagur), tím- inn sem það tekur jörðina að snúast einn hring um möndul sinn. Hins vegar er flokkur tímaeininga af mönnum gerður. í þann flokk telj- ast vikan, klukkustundir, mínútur og sekúndur. Ég leyfi mér að láta það álit í ljós að hin nýtu regin hefðu ver- ið enn nýtari ef þau hefðu ákveðið gang himintunglanna þannig að daga- fjöldinn í árinu hefði verið heil tala, í stað 365,2422, og mánaðafjöldinn annaðhvort 12 eða 13, en ekki 12 mánuðir og röskir 11 dagar og lengd mánaðarins annað hvort 29 eða 30 dagar, en ekki 29 dagar, 12 tímar, 44 mín. og 2,98 sek. Ef til vill hafa þau, hin nýtu regin, þó sagt sem svo, þar sem af eðli málanna leiðir (sökum flóðbylgj unnar, sem tunglið dregur umhverfis jörðina) að sólarhringur- inn lengist örlítið og lengd mánaðar- ins styttist, er ekki ómaksins vert að stilla þetta nákvæmlega, enda er ekki nema þroskandi fyrir litlu krílin að finna reglur fyrir öllu þessu. Tímatal íslendinga í fornöld var vikutal og talið í 7 daga vikum. Sjö daga vikan á upptök sín meðal bænda- fólks í Asíu. Bændur þessir unnu verk sín 6 daga, en þann sjöunda gerðu þeir sér dagamun, fóru í fínni fötin, á markaðstorg, seldu vörur sínar, spjölluðu saman og skemmtu sér. Með eða frá Gyðingum breiddist 7- daga vikan út til annarra menningar- þjóða við Miðjarðarhafið. Hjá Róm- verjum kom hún í stað 8 daga viku, sem þar hafði verið fram yfir daga Júlíusar Cesars. í Grikklandi kom hún í stað 10-daga viku. Þessir landvinn- ingar 7-daga vikunnar áttu sér stað fyrir Krists burð og voru því ekki samferða kristninni. Norrænu daga- nöfnin benda einnig til þess, að 7- daga vikan hafi komið þangað norð- ur í heiðnum sið. Hjá Rómverjum hétu fyrstu tveir dagar vikunnar, dag- ur sólar og dagur mána, en hinir dag- arnir voru kenndir við rómversku guðanöfnin (sem einnig voru nöfn á reikistj örnum þeim, sem þá voru þekktar). Norrænir menn héldu róm- versku nöfnunum, en þýddu þau þó til síns máls og sinnar guðatrúar. Fyrstu tveir dagarnir hétu enn eftir sól og mána, en sá þriðji, sem Róm- verjar kenndu við herguðinn Mars, kenndu norðlægar þjóðir við Tý, Mercuríus við Óðin, Juppiter við Þór, Venus við Frigg eða Freyju, en síð- 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.