Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 28
Tímarit Máls og menningar í einni línu í senn og varla það. Sumt gesta voru svo virðulegar persónur að mér fanst ekki gustuk að brjóta múrinn kríngum þá með ávarpi, enda hefði ég ekki vitað hvað ég átti að segj a við þá. Samt var ég fyren varði um það bil kominn ofaní einn frægðarmann sem ég gerþekti úr blöðunum. Því miður kom ég þó ekki fyrir mig hvort hann var heldur heimsfrægur sundkóngur eða aðmíráll sem hafði imnið frægan sigur í stríðinu, nema hvað hann var í hug minum teingdur miklu vatni. Með því hann var góðlegur á svipinn, og ekki nema í meðallagi gáfulegur, þá dirfðist ég að nefna nafn mitt við hann og þakka honum fyrir þann mikla sóma sem hann hefði gert — ja hverjum? í rauninni okkur öllum. Þakka yður fyrir, sagði maðurinn.Þér eruð mikið vænn að segja svo. Ég gat ekki orða bundist úr því ég átti þess kost, áréttaði ég, — þó ég sé ekki mikil hetja sjálfur og allra síst í vatni. Það er einmitt það, sagði þessi frægi maður. Ég vona þó að þér farið ekki að tala illa um vatn, að minsta kosti ekki meðan nógu viskí er af að taka. Mikil ósköp! sagði ég. Skál. Ég átti ekki við annað en að ég sjálfur tilheyri aðeins þurrlendi jarðar. Meðal annarra orða, hvar erum við staddir, hvíslaði maðurinn að mér í trúnaði. Það er dálítið sem mér þætti gaman að vita líka, sagði ég. Æ mikið var að ég skyldi loksins rekast á þig, sagði geysilega sjálfmarg- faldaður kvenmaður sem kom aðvifandi í þessum töluðum orðum, öll í palétt- um og andaði frá henni þúngu ilmvatni sem hafði samband við ammóníak. Hún bar sér á höfði einhverskonar kokkteilshatt sem stafaði útfjólubláum geislum. Konan var á þeim aldri sem hvorki er hægt að kenna til æsku né elli, þaðanafsíður til fullorðinsára; í rauninni einhverskonar óliffræðilegur aldur af framsíðum vikublaða. Ég hundþekti þessa konu en gat fyrir aungan mun komið því fyrir mig hvort hún var heldur drotníngin af Rúmeníu ellegar Hel- ena Rubenstein. Sæl og blessuð hjartað mitt, mikil ósköp er lángt síðan við höfum sést, sagði þessi frægi maður við þessa frægu konu. Það er ég samt viss um að aldrei hefurðu verið jafn falleg og núna. Hvaða appírat ertu með á höfðinu? Það er fiskur, sagði konan. Hann var dreginn í námunda við Páskaeyna, — fer hann mér kanski ekki? En sleppum því. Hvar hefurðu verið? Hér og hvar, sagði maðurinn. Altaf var ég að vona að þú stingir upp höfðinu þar sem ég var, sagði konan. Ég stakk upp höfðinu stundum, sagði maðurinn. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.