Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 77
Nokkur orð um tímatalið ekki reglulega latneskt nafn, enda var hér um egyptskan stj örnufræðing að ræða, sem Cesar hefur fengið lánað- an hjá Cleopötru vinkonu sinni í Egyptalandi. Þetta skýrir kannski tvennt, um hvað Cesar talaði við Cleopötru við skin stjarna á síðkvöld- um, og hvers vegna Júlíanska tímatal- ið reyndist eins gott og raun varð á. Cesar (og Sosigenes) ákváðu, að hreinu mánaðartali skyldi sleppt, en sólarár upptekið. Þeir ákváðu einnig, að það skyldi reiknast 365 dagar og kvart degi betur, eða 365,25 dagar. Kvartdeginum komu þeir fyrir á þann snjalla hátt, að þeir slepptu honum þrjú ár í röð, en tóku svo heilan dag og bættu við fjórða árið. Þannig skyldu öll ártöl, sem deilanleg voru með 4 og gáfu heila tölu, hafa 366 daga, en hin aðeins 365. Þennan 366. dag, sem viS bættist 4. hvert ár köll- uðu Rómverjar bis-sexto calendas, en við köllum hann hlaupársdag og árið hlaupár. Júlíus keisari ákvað, að hlaupársdagurinn skyldi bætast í þann mánuð, sem fæsta hefur dag- ana, þ. e. febrúar, og hefur verið svo síðan, að hlaupársdagur er 29. febrú- ar. (Á þessu sést, að Cesar hefur ekki verið gersneiddur heilbrigðri jafnað- arstefnu og hefði því líklega mátt lifa lengur.) Tímatal það, sem kennt er við Júlíus Cesar, var geysilegt menn- ingarspor og breiddist með annarri rómverskri menningu um heiminn. Þegar Kristur tók við ríkjum í upp- hæðum af þeim Júpíter, ÓSni, Seifi og hvað þeir nú hétu hinir fomu guð- ir, varð kristinni kirkju brátt mikil þörf fyrir glöggt tímaskyn og timatal. Kirkjan tók þá fegins hendi tímatal heiðingjans Júlíusar „keisara", sem grundvöll fyrir árið, og stráði í það helgidögum sínum, messum og föst- um. Tímatal þetta breiddist út um all- ar jarðir með kristninni, svo og fingrarímsreglur og aðrar reglur til að finna páska, og hátíðir, sem fylgdu þeim í bak og fyrir. III En nú verðum við óhj ákvæmilega að gera játningu. Árið, sem Júlíus „keisari“ lögleiddi á sínum tíma var einu hænufeti of langt, og nam skekkja þess 11 mínútum og 14 sek- úndum. Þessi skekkja, sem er ná- kvæmlega sá tími, sem það tekur að tæma í rólegheitum einn kaffibolla og taka þá ákvörðun að þiggja með þökkum næsta bolla, ef boðinn yrði, verður þó að heilum sólarhring á 128 árum. Það liðu ekki ýkja margar aldir, áður en eftir þessu var tekið, en lag- færing dróst unz Gregoríus páfi XIII. ákvað að nú skyldi til skarar skríða. Árið 1582 ákvað páfinn að 5. októ- ber skyldi jafnframt teljast 15. októ- ber (það var dagur hins heilaga Fran- ciskusar, sem varð tvídagsettur). Páfinn felldi þessa 10 daga niður til þess að vorjafndægur féllu í fram- 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.