Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 17
Halldór Laxness Persónulegar mmnisgreinar nm skáldsögur og leikrit (Greinin er í þessari mynd nokkru nær uppkastinu en sú sem prentuð hefur verið víða erlendis í blöðum og tímaritum eftir enskum texta mínum. Þess- ar athuganir voru færðar í letur að tilhlutan Literatúrnaja Gaseta í Moskvu og prentaðar þar í júlí síðastliðnum). Talsverður tími hefur farið í það fyrir mér að setja skáldsögur saman, svo ég komst ekki hjá því að fá dálitla sj álfsreynslu af þessum miðli. Ég reyndi að gera það sem ég gat úr því sem mér virtust höfuðkost- ir þessa forms, sumum að minsta kosti. Einn þeirra og sá sem mér hef- ur einlægt fundist nokkuð mikilvæg- ur, ef ekki aðalundirstaða þess, það er annálseðlið: höfundurinn læst vera að umbreyta liðnum atburðum í skrifaða frásögn, hreyta mannlegum staðreyndum í bók. Hann fyllir bók að dæmi sagnfræðíngs með fólki og atburðum. Óþarft er að taka fram að sagnaritun til forna var starfsemi sem liggur fjarri sagnfræði einsog nú tíðk- ast; mörkin milli staðreyndar og sögu færast úr stað eftir því sem tímar líða. Þó hygg ég að sagnfræði áður fyr hafi átt fleira sammerkt við skáld- sagnagerð vorra tíma heldur en við nútíma sagnfræði; ég á við að Þúky- dídes sé fjarskyldari nútíma sagn- fræði en nútíma skáldsögu. Þeir sem sömdu Íslendíngasögur voru gæddir hæfileikum til að koma heimssögu- legum veruleika fyrir með fáum og einföldum orðum í litlu dæmi. Þeir kunnu að draga upp myndir sem út- heimtust til æsilegrar frásögu, oft af mönnum sem einginn kannast við annarsstaðar frá, úr marklitlum pláss- um. Þeir voru varkárir í notkun með- ala sem meðal annars lýsti sér í því að fullyrða altaf minna en efni stóðu til. Þúngi frásagnarinnar skapaðist ekki af hæð raddarinnar, heldur temprun tilfinníngarinnar og aga hugarins. Vér íslendíngar eigum bágt með að gera oss grein fyrir þeirri afturför í mentun — eða úrættun heilans — sem orðið hefur með oss á þeim tíma sem liðinn er síðan stíll Íslendíngasagna varð fullþroska. Frammúr þrettándu- aldarskóla okkar í bókmentum hafa fáir seinni höfundar komist, hvort heldur er í sagnaritun eða skáldsagna- gerð, þó Íslendíngasögur séu víst hvorugt ef í hart fer. Frásagnarlist fornra meistara sem töldu sig vera að 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.