Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 107
þeirra og duttlungar mikil áhrif á þessu tímabili sem yfirleitt er kennt við absólút- ismann — einveldið. Þannig er seytjándu aldar saga Frakklands til að mynda órjúf- anlega tengd persónu Sólarkonungsins og ráðgjafa hans. En hins er að gæta að hversu mikil völd sem stjórnendum eru gefin þá eru þeir ekki frjálsir gerða sinna nema að litlu leyti. Því valda hinar hlutlægu að- stæður efnahagslífsins og stéttaafstæðurn- ar sem ákvarðast af þeim ásamt öðrum til- veruskilyrðum manna. Þessi efnalegi sögu- skilningur er langt í frá að vera höfundi framandi, en oft virðist hann ekki hafa fylgt honum sem skyldi. Má marka það af þvi að hin víðtæka efnahags- og þjóðfélagssaga verður nokkuð afskipt hjá stjórnmála- og persónusögunni. Á kostnað hinnar síðar- nefndu hefði verið ákjósanlegt að höfundur gæfi efnahagsaðstæðunum og þróun þeirra meira gaum svo að mönnum veittist gleggri innsýn í þjóðfélagsbyggingu gamla stjórn- arfarsins og hræringar þess. Til þess hefði höfundur þurft að draga upp mynd af hin- um raunverulegu lífsskilyrðum bænda sem voru langfjölmennasta stéttin allt þetta timabil, eigna- og ræktunarfyrirkomulagi í þó ekki væri nema einu sveitarþorpi og hug- arfari þeirra. Á þessu sviði hlutlægra að- stæðna og efnahagslegra breytinga hafa sagnvísindi síðustu áratuga dregið margt fram í dagsljósið sem áður var hulið að mestu. Þessar rannsóknir hafa m. a. sýnt að seytjánda öldin var víðast hvar timabil svotil óslitinnar efnahagskreppu sem átti m. a. rót sina að rekja til minnkandi hækk- unar og siðan beinnar lækkunar verðlags í flestum Evrópulöndum. Þessa lækkun má aftur rekja til stórminnkaðs aðflutnings eð- almálma frá nýlendum Spánverja í Amer- íku. En til þess að skilja óstöðugleika efna- hags- og þarafleiðandi félagslífs þessarar aldar þyrfti einnig að taka til greina alla Umsagnir um bœkur íbúatölu og akuryrkjubyggingu Vestur-Ev- rópu sem hélzt lítið breytt frá fjórtándu öld og fram á hina átjándu. Ibúafjöldinn hafði einatt tilhneigingu til að fara fram úr mat- vælaframleiðslunni sem takmarkaðist af frumstæðum ræktunarháttum og stirðnuðu eignaskipulagi. Eftir nokkurra ára góðæri jókst íbúatalan svo að ekki þurfti nema tveggja ára illæri og uppskerubrest til að valda almennri hungursneyð sem breyttist óðar í drepsótt. Bergsteinn getur þess réttilega að tilraun- ir Colberts til viðreisnar atvinnulífi lands- ins hafi flestar mistekizt að lokum. Skýring- in er sú að reglugerðir hans megnuðu ekki að ná valdi á hinum gráa þjóðfélagsveru- leika sem einkenndist af látlausum bænda- uppreisnum, jafnvel áður en Loðvík XIV lagði út í vafasömustu styrjaldarævintýrin. Verulega fór ekki að rætast úr þessu ástandi fyrr en upp úr 1715 þegar gull og silfur tók aftur að streyma í enn meira mæli en á 16. öld til Vestur-Evrópu. Kúríia verðlagsins fór þá aftur að stíga upp á við, auðmagnið og gróðinn að vaxa jafnhliða fólksfjöldan- um. Þetta var upphafið að hinni miklu framfaraöld borgarastéttarinnar. Það verður að teljast nokkur galli á verki Bergsteins að hann skuli ekki hafa reifað þau grundvallaratriði sem hér hefur verið drepið á. Ef menn hafa ekki grundvöll og þróun efnahagslífsins nægilega til hliðsjón- ar er einatt hætt við að athafnir stjómenda verði annaðhvort lítt skiljanlegar eða oí- metnar. Hafi Fleury kardínála til dæmis tekizt „framar öllum vonum að rétta landið úr kútnum" (bls. 281) eftir 1726 þá skýrist það fyrst og fremst í ljósi ofangreindra staðreynda. Andleg menning fær í sinn hlut um 60 blaðsíður bókarinnar. Er það ekki ofreikn- að jafn gildur og þáttur hennar er í al- mennri sögu. Varðandi meðferð þessa kafla og niðurskipan mætti það helzt að finna að 7 TMM 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.