Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 91
Umsagnir um bækur Mælt mál bók þessari eru tuttugu greinar, og segir höfundur, að þær hafi flestar verið skrifaðar til skyndiflutnings á mannfund- um.1 Stíll þeirra ber þetta að nokkru leyti með sér, en þróttmikil hugsun og vandvirkni valda því, að þær eru hinar læsilegustu. Hér kynnumst við ýmsum verðmætum og viðhorfum þjóðskáldsins, og kveður þar mjög við sama tón og í ljóðum hans: ó- hvikul ást á átthögunum, íslenzkri þjóð og tungu, á fornri menningarerfð norðlenzkra bænda og jákvæðu mannlífi. Viðhorfin eru rammþjóðleg og íhaldssöm, skoðanir hans standa föstum fótum í reynslu hans og fyrri kynslóða. Afneitun ýmissa íslendinga á þjóðlegri menningu hefur einungis hert skáldið frá Fagraskógi í sannfæringu sinni. Greinar þessar fjalla um skáldið og um- hverfi þess, og enn um nokkra samferða- menn. Ein greinin er sögulegs eðlis, um gamla sálma og trúarlíf Islendinga fyrr á tímum. I Mœltu máli eru gullfallegar og raun- sæjar myndir frá æsku skáldsins, í blíðu hausts og frostum vetrar. Og hér eru minn- ingar um kynni hans af ágætum mönnum, og er þar eftirminnilegust greinin um séra Matthías. Davíð Stefánsson lýsir þar bæði hinum aldna skáldjöfur og þó sjálfum sér um leið. Einkum ferst honum snilldarlega, þegar hann rekur söguna af heimsókn Steph- ans G. til Akureyrar. Þá var Stephani hald- ið samsæti, þar sem skáldin Guðmundur á Sandi og séra Matthías voru meðal gesta, 1 Davíð Stefánsson: Mœlt mál. Helga- fell, 1963. og séra Matthías flutti aðalræðuna fyrir minni Stephans. Áður en Stephan fór frá Akureyri, bað hann Davíð að koma með sér heim til Matthíasar, og er þeirri heimsókn lýst af mikilli nærfærni. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra stuttan kafla úr þeirri frásögn, sem gefur góða hugmynd um stíl- þrótt Davíðs: „... Loks rétti Stephan G. fram æðabera, skjálfandi höndina. En þá breiddi Matthías út faðminn, vafði Steph- an örmum og — kyssti hann. Matthías grét. Stephan grét ekki. Það var eins og andlit Stephans væri höggvið úr bergi, hruf- ótt, stirðnað, aðeins augun ljómuðu — og sá ljómi var ósvikinn. En það vissi ég þá og seinna, að skilnaðurinn var honum mun þyngri og sárari en séra Matthíasi. Það var eins og Stephan G. hefði kvatt allt ísland og alla íslenzku þjóðina hérna megin hafs- ins í síðasta sinn, með þessum eina kossi. Ur þessu var hann á heimleið — vestur. íslendingar ættu aldrei að gleyma þess- um skáldakossi. Þeir mega muna hann sem tákn skyldleikans, tákn hins íslenzka anda, sem tengja skal alla íslendinga, hvar sem þeir búa á hnettinum. Við gengum allir út úr stofunni. Matthías fylgdi Stephani út fyrir húshornið og kall- aði eftir honum: — Blessi þig allir guðs- englar og allar góðar vættir. Stephan nam snöggvast staðar og leit um öxl. Sjálfur skal ég þrælbinda Þorgeirsbola og Húsavíkur- skottu, svo að þau geri þér ekkert mein. Þetta voru síðustu orð Matthíasar við Steph- an G. Stephansson. Stephan þagði — og gekk á brott. Matthías horfði á eftir honum út götuna.“ (Bls. 33—4). í allri frásögninni er mælsku Matthíasar 81 6tmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.