Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar svokaHaða, ásamt hinum ýmsu hátölurum borgarastéttarinnar, er sífellt að berjast við að mata fólk á. Ekkert hatar borgarastétt- in meira, en að ýtt sé við fólki. Ekkert ótt- ast hún meira en það, að fólkið kunni að vakna og sjá til sín. Þórbergur segir í Eddu, þar sem hann er að skýra tildrög eins af sínum skemmtileg- ustu kvæðum, Fútúriskar kvöldstemníngar: „Mörgum vanafjötruðum lesanda hættir við að halda, að ljóðasmíð sem þessi sé ein- hver illviljuð hótfyndni gegn borgaraleg- um heiðarleik hans eða umsigsláttur og mont eða nokkurskonar geðbilun, er hvergi eigi sér rætur í heilbrigðri skynsemi. En frá sjónarmiði höfundar Eddu er þetta álit fjarri öllum sanni. Hann lítur þvertámóti svo á, að fútúrismi hans eigi sér upptök í vissri tegund frumleiksgáfu, sérstæðum hæfileika, sem þjáðist af viðbjóði á væmni og slepju samtíðarinnar og var þrúgaður undir þúngum, nagandi leiða á stöðnuðum hugsanaformum og útslitnum málvenjum." Að vísu verður hin nýja bók Dags1 ekki flokkuð undir fútúrisma, en því vitna ég til þessara ummæla, að í þeim felst nokkuð glögg skýríng á því vegna hvers úng skáld leggja svo mikið uppúr því að segja hlutina á annan hátt en hinn vanafjötraði borgara- legi lesandi er vanur að fá þá tilreidda með morgunkaffinu eða síðdegisteinu. Hið há- væra maskínumálfar stjórnmálamannanna og annarra dagvinnuskrifara krefst þess blátt áfram að skáld og rithöfundar brjóti leið gegnum vélrænt mýsuðið, og lífgi upp og endurskapi túnguna. Það er eitt hlutverk skáldskapar að varðveita málið og endur- nýja það. En til þess það takist þarf stöð- ugt að vera á verði gegn „stöðnuðum hugs- anaformum og útslitnum málvenjum.“ En hlutverk skáldskapar er meira. Eitt 1 Dagur Sigurðarson: Hundabœrínn, eSa ViSreisn ejnahagslífsins. Heimskringla 1963. hlutverka hans er að gegnumlýsa þjóðfélag samtíðarinnar, berjast gegn stöðnuðum við- horfum til umhverfisins og útslitnum lífs- venjum borgaranna. Berjast fyrir vellíðan fólks. Skáldskapurinn er baráttutæki. Tæki til að berjast með fyrir betra málfari, frjórri hugsun, réttlátara þjóðfélagi og hamíngju- samara mannlífi. Skáldskapurinn er fleira en þetta, en við skulum láta staðar numið hér að 9Ínni og Hta á bókina. Hér er hispurslaust málfar, kjarnmikið og blátt áfram. Hlutirnir kall- aðir sínum réttu nöfnum tæpitúngulaust. Samtsemáður er ekki hægt að segja að Dagur skrifi létt mál hvaðþáheldur billegt. Eitt helzta einkennið á skáldskap Dags er einmitt þetta þróttmikla en einfalda túngutak hans. Ég tek hér sem dæmi ljóðið Hugsjón, sem í fáum meitluðum setníngum flytur boðskap höfundarins: FríSur Ást Líf AS lifa saman vinna saman saman saman umframallt saman Hér hefði að vísu einnig mátt standa leika saman, því lífið er nú ekki einúngis vinna, það er einnig leikur. Að geta leikið sér saman og unnið saman í friði og ást, og umframallt saman, það er hinn raunveru- legi boðskapur þessarar bókar. En til þess að takmarkinu verði náð þarf að ryðja hindrunum úr vegi og gegn þeim er ráðist. Barátta fyrir hamíngju mannanna og gegn öllu því er strfðir á móti eðhlegu lífi þeirra skipar mest rúm í þessari bók. HvaSa dóni smíSaSi hugtakiS: köld skynsemi? Skynsemin er ekki köld Hún kyndir upp hús okkar. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.