Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 67
Miguel Angel Asturias
Þjóðsagan um Tatóönnu
[Miguel Angel Asturias, fæddur 19. október 1899 í höfuðborg Guatemala, þar sem hann
lauk lögfræðiprófi. Áður en hann gerðist rithöfundur þýddi hann á námsárum sínum í
París (hann lagði þar stund á þjóðfræði) bækur úr máli þjóðflokks síns, kítsesindíán-
anna, þar á meðal Popol Vuh, helgibók þeirra, á spænsku. Af þessum rótum er sprottið
hans fyrsta verk, Leyendas de Guatemala, (þaðan er þjóðsagan um Tatóönnu komin) —
og reyndar allur hans skáldskapur —■, sem Paul Valéry kallaði sögu-drauma-ljóð.
í sögum Asturias renna persónur, tré, fuglar og landslag saman, eins og í þjóðsögum
indíánanna, en um leið lyftir hann þeim upp yfir þjóðtrúna í bókmenntavísindi.
Mál hans er oft miklu fremur skynjanlegt en skiljanlegt, sem gerir þýðingu á verkum
hans mjög torvelda; hljómfall er veigameira en innihald orðanna. Hitabeltishljómsveit
mætti kalla verk hans, og þar er leikið á öll hljóðfæri allra stétta þjóðfélagsins, sem er
stjórnað af hinum grænu páfum ávaxtahringa Bandaríkja Norður-Ameríku. Hljómsveitin
kann að leika furðuleg hljómsveitarverk, myrk og torskilin, létt en með þungum undirtón
eða létt klassísk verk, sem allir kunna að meta.
Helztu verk Asturias eru: Guatemalskar þjóðsögur, Forseti lýSveldisins, Menn af maís
gerSir, Stormurinn, Grœni páfinn, Augu hinna dauSu, Sóltungl (látbragðsleikrit), Week-
end í Guatemala og Múlattastúlkan TalA
Meistari Möndlutré er rauðbirkinn á skegg; hann var einn þeirra presta,
sem hvítu mennimir snertu og héldu vera af gulli gerða, svo ríkulega
klæddist hann, sem þekkir leyndarmál laukanna, sem allt lækna, orðfæri inka-
spegla1 — talandi steina —, og les fleygrúnir stjamþyrpinganna.
Hann er meiðurinn, sem forðum daga leit fyrst dagsins ljós í skóginum,
þar sem hann vex, þótt enginn hafi sáð honum, líkt og borinn þangað af vof-
um. Meiður sem gengur... Meiðurinn sem deilir árinu í fjögur hundruð
tungldaga, sem hann hefur litið, mörg tungl hefur hann séð, eins og öll tré;
aldinn kom hann frá Stað Allsnægtanna.
Þegar tungl Buho-veiðimannsins (nafn á einum af fjórum mánuðum í ári
hinna fjögur hundruð daga) var í fyllingu, deildi Meistari Möndlutré sál
sinni meðal fjögurra vega. Fjórir voru vegirnir sem héldu sinn í hverja áttina
til fjögurra endimarka veraldarinnar. Dökka endimarkið: Nótt illra endaloka.
Græna endamarkið: Vorhret. Rauða endamarkið: Eldfugl eða frumskógar-
dýrð. Hvíta endamarkið: Vilyrði um nýtt jarðnæði. Fjórir voru vegirnir.
1 Inkamir notuSu einskonar hrafntinnu til að sjá fyrir hulda hluti.
57