Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 67
Miguel Angel Asturias Þjóðsagan um Tatóönnu [Miguel Angel Asturias, fæddur 19. október 1899 í höfuðborg Guatemala, þar sem hann lauk lögfræðiprófi. Áður en hann gerðist rithöfundur þýddi hann á námsárum sínum í París (hann lagði þar stund á þjóðfræði) bækur úr máli þjóðflokks síns, kítsesindíán- anna, þar á meðal Popol Vuh, helgibók þeirra, á spænsku. Af þessum rótum er sprottið hans fyrsta verk, Leyendas de Guatemala, (þaðan er þjóðsagan um Tatóönnu komin) — og reyndar allur hans skáldskapur —■, sem Paul Valéry kallaði sögu-drauma-ljóð. í sögum Asturias renna persónur, tré, fuglar og landslag saman, eins og í þjóðsögum indíánanna, en um leið lyftir hann þeim upp yfir þjóðtrúna í bókmenntavísindi. Mál hans er oft miklu fremur skynjanlegt en skiljanlegt, sem gerir þýðingu á verkum hans mjög torvelda; hljómfall er veigameira en innihald orðanna. Hitabeltishljómsveit mætti kalla verk hans, og þar er leikið á öll hljóðfæri allra stétta þjóðfélagsins, sem er stjórnað af hinum grænu páfum ávaxtahringa Bandaríkja Norður-Ameríku. Hljómsveitin kann að leika furðuleg hljómsveitarverk, myrk og torskilin, létt en með þungum undirtón eða létt klassísk verk, sem allir kunna að meta. Helztu verk Asturias eru: Guatemalskar þjóðsögur, Forseti lýSveldisins, Menn af maís gerSir, Stormurinn, Grœni páfinn, Augu hinna dauSu, Sóltungl (látbragðsleikrit), Week- end í Guatemala og Múlattastúlkan TalA Meistari Möndlutré er rauðbirkinn á skegg; hann var einn þeirra presta, sem hvítu mennimir snertu og héldu vera af gulli gerða, svo ríkulega klæddist hann, sem þekkir leyndarmál laukanna, sem allt lækna, orðfæri inka- spegla1 — talandi steina —, og les fleygrúnir stjamþyrpinganna. Hann er meiðurinn, sem forðum daga leit fyrst dagsins ljós í skóginum, þar sem hann vex, þótt enginn hafi sáð honum, líkt og borinn þangað af vof- um. Meiður sem gengur... Meiðurinn sem deilir árinu í fjögur hundruð tungldaga, sem hann hefur litið, mörg tungl hefur hann séð, eins og öll tré; aldinn kom hann frá Stað Allsnægtanna. Þegar tungl Buho-veiðimannsins (nafn á einum af fjórum mánuðum í ári hinna fjögur hundruð daga) var í fyllingu, deildi Meistari Möndlutré sál sinni meðal fjögurra vega. Fjórir voru vegirnir sem héldu sinn í hverja áttina til fjögurra endimarka veraldarinnar. Dökka endimarkið: Nótt illra endaloka. Græna endamarkið: Vorhret. Rauða endamarkið: Eldfugl eða frumskógar- dýrð. Hvíta endamarkið: Vilyrði um nýtt jarðnæði. Fjórir voru vegirnir. 1 Inkamir notuSu einskonar hrafntinnu til að sjá fyrir hulda hluti. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.