Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 14
Davíð Stefánsson látinn Þar sem bærinn Fagriskógur stendur undir brattri fjallshlíð við Eyjafjörð vestanverðan er eitt fegursta bæjarstæði á Islandi. Uppvið túnfótinn brotna úthafsöldurnar á leið sinni inn fjörðinn. I norðaustri rís Kaldbakur, blár og hvítur, rismikið fjall og svipþúngt. Af hlaðinu sést inn Galmarsströnd- ina, grasigrónir móar og mýrar og lýngivaxnir ásar með gráum melkollum. Uppfrá bænum gnæfir svo þúsund metra hátt Sólarfjallið, sem nú heitir að vísu Kötlufjall, hlýlegt fjall nokkuð og gróið að mestu allt uppundir Hrossa- hjalla. Fagriskógur var lítil jörð, einskonar hjálenda frá landnámsj örðinni Galmarsstöðum, en þeir feðgar Stefánarnir, faðir og bróðir Davíðs gerðu kotið að höfuðbóli og lögðu landnámsjörðina undir. Það hefur jafnan munað um þá Fagraskógarmenn, þar sem þeir hafa tekið í árina. í því sambandi mun rétt að nefna húsfreyjuna Ragnheiði Davíðsdóttur, er stýrði innan húss í Fagraskógi áratugi af víðkimnum skörúngsskap svo leingi mun til vitnað. Að Davíð Stefánssyni stóð traust fólk, skapríkt, dreinglynt og menntað. Hann hafði góða heimanfylgju. Samband hans við fólk sitt var jafnan mjög gott og skilníngsríkt á báða bóga. Hann átti víst athvarf í Fagraskógi hvernig sem á stóð og mun sennilega alltaf hafa litið á sig sem heimamann þar. Þá hélt hann alla tíð nokkrum kunníngsskap við sveitúnga sína og fylgdist með þar í hreppnum. Mér finnst rétt að leggj a á þetta nokkra áherzlu, því trauðla verða verk Davíðs metin og skilin að fullu gagni, nema gáð sé til uppruna hans og heimafósturs. Davíð Stefánsson var meiri sveitamaður, í þess orðs beztu merkíngu, en flest önnur skáld á íslandi. A hlaðinu í Fagraskógi sá ég Davíð í fyrsta sinn. Hann var þá nálægt miðj- um aldri, í blóma lífsins. Stór og hraustlegur. Teprulaus maður að sjá og bar með sér svipmót ættar sinnar. Síðar sá ég hann nokkuð oft. Virðulegan á gángi um götur Akureyrar. í gleðskap með sveitúngum sínum, þegar hann kom á félagsheimilið, las upp ljóð sín, þáði í glas og dansaði við sveitakonurnar. Allsstaðar bar hann með sér sjarmerandi reisn og kyrrlátt fas, en undirniðri grunaði mann falinn eld, eitthvert tundur, er gæti hvenær sem væri breytzt í funandi loga. Fyrir hálfu öðru ári átti ég leið í bíl út ströndina framhjá Fagraskógi. Þar 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.