Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 33
Georg Lukács og hnignun raunsceisins hvor um sig hefur neytt síns. En smámsaman er tekið að framleiða afurðir í því skyni einu að selja þær. Vöruframleiðslan er hafin. Og með vörufram- leiðslunni myndast markaðurinn, því vörunum þarf að dreifa. Forsenda vöruframleiðslu og markaðs er því samfélagsleg verkaskipting. Sumir framleiða afurðir sem aðrir framleiða ekki. Því meiri sem verkaskipt- ingin er, þeim mun meiri verður vöruframleiðslan. Og því meiri sem vöru- framleiðslan er, þeim mun stærri og víðtækari verður markaðurinn. Orsaka- sambandið er þó ekki alltaf svona einfalt, markaðurinn getur haft áhrif á vöruframleiðsluna og vöruframleiðslan á verkaskiptinguna. Þessir þrír þætt- ir, verkaskiptingin, vöruframleiðslan og markaðurinn samtvinnast og mynda ásamt eignaskiptingunni efnahagslegan grundvöll hins kapítalíska þjóðfélags. Þessir þættir voru þó til bæði í fornaldarsamfélaginu og lénsskipulaginu, en það er ekki fyrr en við sigur borgarastéttarinnar yfir lénsaðlinum, við til- komu kapítalismans, að þeir setja verulegt mark á samfélagsheildina og verða áþreifanlegur veruleiki í lífi hvers einasta manns. Og það sem skiptir ekki hvað minnstu máli: þeir vaxa mönnum yfir höfuð og láta ekki að stjórn. Maður sem framleiðir gagnhluti, þ. e. hluti sem hafa eingöngu notagildi, slitnar aldrei úr tengslum við afurðir sínar. Vinna hans og neyzla eru nátengd. Tilgangur vinnunnar er augljós, hann miðast við þarfir mannsins sjálfs. Af- urðir hans eru sjálfsagðir og hversdagslegir hlutir. En um leið og hann tek- ur að framleiða fyrir aðra, um leið og gagnhlutir hans verða að vörum, slitn- ar hann úr tengslum við afurðir sínar og þá vinnu sem í þeim er fólgin. En ekki nóg með það: afurð hans sem vara tekur á sig annað form en hún hafði sem venjulegur og skynjanlegur gagnhlutur, hún öðlast í hug mannsins á- kveðið dulareðli, verður leyndardómsfull, þó hún haldi að sjálfsögðu áfram að vera áþreifanleg. 011 vinna sem framkvæmd er við vöruframleiðslu er samfélagsleg, þ. e. a. s. til að framleiða ákveðna vöru þarf fjöldi fólks að leggja hönd á plóginn, jafn- vel þúsundir manna í mörgum löndum. En raunverulegt samfélagseðli þess- arar vinnu verður mönnum þó sjaldnast ljóst. Og þegar afurðir eru komnar á markað verða þær yfirleitt nauðsynlegar vörur fyrir samfélagið sem heild. Einnig samfélagseðli vörunnar verður mönnum sjaldnast Ijóst. Sjómaður- inn er ekki einungis án tengsla við skipasmiðinn og framleiðendur veiðarfæra, hann veiðir einnig fisk fyrir ópersónulegan markað, ekki fyrir sjálfan sig eða einhvern ákveðinn viðskiptavin. Bein tengsl milli framleiðslu og neyzlu eru ekki lengur til. Gildi vinnunnar verður í huga sjómannsins fyrst og fremst gildi fisksins sem vöru. Þannig verður lífræn vinna hans hlutkennd. En ekki 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.