Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 34
Tímarit Máls og menningar einungis vinna hans, samband hans við neytandann (annað fólk) verður líka hlutkennt, svo og tengsl hans við heildarvinnu samfélagsins. Marx lýsir þessu þannig: „Leyndardómurinn við vöruformið felst semsé einfaldlega í því, að það endurspeglar mönnum samfélagseðli þeirra eigin vinnu sem hlutkennt eðli vinnuafurðanna sjálfra, sem samfélagslegra náttúrueiginleika þessara hluta. Þessvegna endurspeglar það einnig samfélagsafstæður framleiðendanna til heildarvinnu sem raunverulegar samfélagsafstæður milli hluta en ekki þeirra sjálfra. Við þennan rugling verða vinnuafurðirnar vörur, þ. e. yfirskilvitlegir en þó áþreifanlegir eða samfélagslegir hlutir ... Það er ... hin ákveðna sam- félagsafstæða mannanna sjálfra sem verður hér í þeirra eigin huga að fjar- stæðukenndri afstæðu milli hluta.“ Þegar maðurinn slitnar úr tengslum við afurðir sínar, þegar afurðir hans verða vörur, stendur hann ekki einungis andspænis vinnu sinni sem hlutbund- inni, hún hefur auk þess öðlazt „líf“ sem hann hefur engin áhrif á. Hún hlít- ir lögmálum sem hann stendur oftast máttvana gegn, lögmálum markaðsins. Þannig verður það varan, og þarafleiðandi einnig sú vinna sem í henni ligg- ur, sem oftar drottnar yfir manninum en maðurinn yfir vörunni og sinni eigin vinnu. Þegar stólar smiðsins eru komnir á markað, orðnir að vörum, er valdi hans yfir framkvæmdri vinnu lokið. En markaðurinn, dreifingarkerfi vöru- magnsins, getur náð valdi yfir honum. Hann getur neytt hann til að breyta um vinnuaðferðir, liann getur neytt hann til að vinna meira eða minna en hann sjálfur vill, hann getur jafnvel neytt hann til að hætta að smíða stóla. Smiðurinn getur vissulega kynnt sér markaðinn og lögmál hans og dregið af því hagnýta þekkingu, en þessi lögmál verða eftir sem áður óhagganleg í öll- um meginatriðum, og ekki aðeins það: þau verða í huga hans sjálfstæð öfl sem mannlegur máttur fær ekki stýrt. Við segjum að verðið hækki og lækki, eins og það væri ekki hækkað og lækkað af mönnum, heldur einsog það hefði eigið líf. Við tölum um verðfall og verðhrun, einsog þessi fyrirbæri væru nátt- úruhamfarir sem ekkert væri við að gera. Við tölum um verðbólguna einsog hún væri óargadýr. Og við tölum um markaðssveiflur, einsog þær væru tiktúrur af allt öðrum toga en mannavöldum. Markaðurinn verður ekki aðeins sjálfstætt afl, lieldur líka máttugt og manninum andstætt. Höfuðþátt- ur markaðsins er varan. Það er því varan sem tekur að drottna yfir fram- leiðandanum, en ekki framleiðandinn yfir vörunni. Það eru hlutirnir sem verða manninum yfirsterkari. Þennan „töframátt“ vörunnar, sem setur mark sitt á allt sem varan kemst 224
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.