Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 39
Georg Lukács og hnignun raunsœisins hann líka hlutina um leið og hann missir sjónar af raunverulegu eðli þeirra. Hlutgerð veröld hans vex honum yfir höfuð. Firring er eitt þeirra vandræðahugtaka sem merkja nánast allt og ekkert. Það hefur verið notað um margvíslegt mannlegt ástand, jafnt vanmáttar- kennd sem eiturlyfjanotkun, jafnt um félagsvanþroska sem ofbeldishneigð. Fyrir skömmu sagði sálfræðingur einn í viðtali við sænskt blað að ólöglegt verkfall á vinnustað nokkrum stafaði ekki af neinu öðru en því, að verka- mennirnir væru firrtir, þ. e. sálarlega ófullnægðir að einhverju leyti. Þannig er hægt að nota merkingarveik orð, sem allir vita þó að merkja eitthvað mik- ilvægt, til að breiða yfir stéttabaráttuna og andstæður kapítalismans. Vitan- lega voru verkamennirnir firrtir, en ekki firrtari en sálfræðingurinn sjálfur. Þeir voru óánægðir með kaup og aðbúnað, og þeim hafði borizt til eyma mikill gróði eiganda fyrirtækisins á undanförnu ári og fannst sjálfsagt að reyna að ná aftur a. m. k. hluta þess sem þeir höfðu sjálfir skapað og verið rændir. En þó notkun hugtaksins sé oft ógætileg og merking þess óljós, þá er samt engin leið að kasta því fyrir róða, því eitthvað verður fyrirbærið að heita sem því er ætlað að tjá. Það væri skammgóður vermir að taka upp nýtt hugtak og nota það svo á sama hátt og það gamla. f stað þess verður að leitast við að gefa því ákveðna merkingu með því að rannsaka fyrirhærið og setja það í samhengi við þann samfélagsveruleika sem það er sprottið uppúr. En firringartalið allt er ekki nýtt af nálinni. Hugtakið var orðið tízku- frasi á fyrri helmingi síðustu aldar. Sumir ung-hegelíananna tönnluðust á því líkt og bandaríkjaforseti á frelsi og lýðræði. Marx notar það mikið í „Parísarhandritunum“ þar sem hann ræðir fyrirbrigðið vítt og breitt, en eftir 1845 má segja að hann noti það eingöngu í neyðartilvikum. Það var þó ekki aðeins ofnotkun þess og almennt merkingarleysi sem olli því að Marx sneri við því baki. Margt bendir til að hann hafi með þessu viljað draga línu á milli sín og Hegels (en firringartalið í Þýzkalandi á þessum tíma átti flestar rætur sínar hjá honum), ekki sízt vegna þess að Marx leit öðrum augum á fyrirbærið. Hjá Hegel er firringin einkum fólgin í því að vinnan, sem hann segir að sé hæfileiki, samtengdur náttúrueðli mannsins, slitnar úr tengslum við persónuleikann sem heild, maðurinn glatar hluta af sjálfum sér. Þessi skoðun her keim af háspekinni: Hegel lítur svo á að firringin sé óaðskiljan- legur hluti náttúrueðlis mannsins, „mannlegs eðlis“, og verði ekki yfirunnin á öðru plani en því andlega. í „Parísarhandritum“ Marx, einkum „Ökono- 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.