Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 39
Georg Lukács og hnignun raunsœisins
hann líka hlutina um leið og hann missir sjónar af raunverulegu eðli þeirra.
Hlutgerð veröld hans vex honum yfir höfuð.
Firring er eitt þeirra vandræðahugtaka sem merkja nánast allt og ekkert.
Það hefur verið notað um margvíslegt mannlegt ástand, jafnt vanmáttar-
kennd sem eiturlyfjanotkun, jafnt um félagsvanþroska sem ofbeldishneigð.
Fyrir skömmu sagði sálfræðingur einn í viðtali við sænskt blað að ólöglegt
verkfall á vinnustað nokkrum stafaði ekki af neinu öðru en því, að verka-
mennirnir væru firrtir, þ. e. sálarlega ófullnægðir að einhverju leyti. Þannig
er hægt að nota merkingarveik orð, sem allir vita þó að merkja eitthvað mik-
ilvægt, til að breiða yfir stéttabaráttuna og andstæður kapítalismans. Vitan-
lega voru verkamennirnir firrtir, en ekki firrtari en sálfræðingurinn sjálfur.
Þeir voru óánægðir með kaup og aðbúnað, og þeim hafði borizt til eyma
mikill gróði eiganda fyrirtækisins á undanförnu ári og fannst sjálfsagt að
reyna að ná aftur a. m. k. hluta þess sem þeir höfðu sjálfir skapað og verið
rændir. En þó notkun hugtaksins sé oft ógætileg og merking þess óljós, þá
er samt engin leið að kasta því fyrir róða, því eitthvað verður fyrirbærið að
heita sem því er ætlað að tjá. Það væri skammgóður vermir að taka upp nýtt
hugtak og nota það svo á sama hátt og það gamla. f stað þess verður að
leitast við að gefa því ákveðna merkingu með því að rannsaka fyrirhærið
og setja það í samhengi við þann samfélagsveruleika sem það er sprottið
uppúr.
En firringartalið allt er ekki nýtt af nálinni. Hugtakið var orðið tízku-
frasi á fyrri helmingi síðustu aldar. Sumir ung-hegelíananna tönnluðust á
því líkt og bandaríkjaforseti á frelsi og lýðræði. Marx notar það mikið í
„Parísarhandritunum“ þar sem hann ræðir fyrirbrigðið vítt og breitt, en
eftir 1845 má segja að hann noti það eingöngu í neyðartilvikum. Það var þó
ekki aðeins ofnotkun þess og almennt merkingarleysi sem olli því að Marx
sneri við því baki. Margt bendir til að hann hafi með þessu viljað draga línu
á milli sín og Hegels (en firringartalið í Þýzkalandi á þessum tíma átti flestar
rætur sínar hjá honum), ekki sízt vegna þess að Marx leit öðrum augum á
fyrirbærið. Hjá Hegel er firringin einkum fólgin í því að vinnan, sem hann
segir að sé hæfileiki, samtengdur náttúrueðli mannsins, slitnar úr tengslum
við persónuleikann sem heild, maðurinn glatar hluta af sjálfum sér. Þessi
skoðun her keim af háspekinni: Hegel lítur svo á að firringin sé óaðskiljan-
legur hluti náttúrueðlis mannsins, „mannlegs eðlis“, og verði ekki yfirunnin
á öðru plani en því andlega. í „Parísarhandritum“ Marx, einkum „Ökono-
229