Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 51
Georg Lukács og hnignun raunsœisins þætt og enginn einn þáttur þeirra útilokar annan. Ef Lukács á að njóta rétt- lætis er því nauðsynlegt að taka alla þætti með í reikninginn. Og ef einhverj- um finnst nauðsynlegt að setja á hann stimpil verða þeir að vera ærið marg- ir. Lukács verður ekki afgreiddur með einu orði eða tveimur. Hér verður Lukács ekki látinn njóta réttlætis. Það stafar þó ekki af illvilja mínum, heldur af því að réttlát kynning á bókmenntaskoðunum hans yrði alltof umfangsmikil, hún myndi sprengja ramma þessarar greinar. Einsog áður segir er tilgangur minn ekki sá einn að gefa íslenzkum lesendum nasa- þef af Lukácsi og skoðunum hans, heldur líka — og ekki síður — sá að bregða ljóstýru yfir stöðu bókmennta í því kapítalíska skipulagi sem við lifum ennþá í. Hér verður aðeins gerð yfirborðsgrein fyrir nokkru af því sem ég álít veiga- mestu þættina í verkum Lukácsar og höfuðáherzla lögð á það sem skýrt gæti bókmenntaþróun síðustu áratuga. í augum Lukácsar er listin eitt af meiriháttar tælcjum mannsins í glímu hans við raunveruleikann. Og raunveruleikinn er díalektísk verund mannsins í náttúrunni. Listin endurspeglar raunveruleikann, hún er afmynd hans, eftir- líking og endurskin. En hún endurspeglar hann ekki einsog ljósmynd. Því það er ekki aðeins að raunveruleikinn verki á skynjun mannsins, heldur bregzt skynjunin líka við þessum áhrifum raunveruleikans á ákveðinn hátt, einkum með því að velja og hafna, greina kjarna frá hismi. Þegar við skynjum eitt- hvað er afmyndin ekki sú sama og frummyndin; afmynd og frummynd geta j afnvel verið mj ög ólíkar. En listin endurspeglar ekki aðeins hlutveruleikann, hún getur líka endurspeglað huglægan veruleika og gerir það alltaf að ein- hverju leyti; því er einungis við að bæta að huglægur veruleiki á rætur sínar í hlutveruleikanum. Lukács hefur mjög verið gagnrýndur -— og oft óréttilega — fyrir að inn- lima þekkingarkenningu Leníns í estetík sína. Þó þessi kenning sé langt frá því að vera sú fullkomnun sem margir sovétmenn hafa talið hana, þá koma gallar hennar ekki að teljandi sök í estetík Lukácsar. Og með því að nota hugtök þessarar kenningar leggur Lukács áherzlu á að sérhvert listaverk feli í sér vitneskju um raunveruleikann. Og með því að segja að sérhvert lista- verk sé afmynd raunveruleikans, leggur Lukács áherzlu á að það sé viðbragð mannsins við umheiminum. Þetta eru tveir undirstöðuþættir í estetík Lukács- ar. Af þeim leiðir hann þann þriðja, að form og innihald sé óaðskiljanlegt. Að líta eingöngu á form listaverks sé að sniðganga aðra þætti þess. Að skapa eitthvað sem er eingöngu form, sé ekki að skapa listaverk. Sérhvert listaverk er skapað af ákveðnum manni (eða mönnum) á ákveðn- 16 tmm 241
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.