Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 52
Tímarit Máls og menningar um tíma við ákveðnar aðstæður. Það speglar því að meira eða minna leyti það þróunarstig í sögu mannkynsins sem það hefur orðið til á. Það felur í sér sögulegan vitnisburð um uppruna sinn. List er því m. a. tæki til þekk- ingar. „Söguvísindin (Lukács á hér við marxismann) leggja grundvöll að sögulegri vitund okkar; listin vekur sögulega sjálfsvitund okkar og heldur henni vakandi.“ Lukács segir hvað eftir annað að gildi mikilla bókmennta sé m. a. fólgið í því að þær varðveita lifandi minningar mannkynsins um sjálft sig, á svipaðan hátt og bernskuminningar einstaklingsins varðveita for- tíð hans. Eins getur nútímalist aukið sjálfsþekkingu manna og skilning þeirra á samtímanum. 011 list — og bókmenntir ekki sízt — hefur ákveðið þekkingar- hlutverk. Og hún er því sannari því betur sem hún rækir þetta hlutverk. Hún er því sannari, því betur sem henni tekst að endurspegla raunveruleikann á lífrænan hátt. En öll list hefur annað hlutverk, náskylt og samtengt þessu. Lukács greinir á milli lista og vísinda m. a. með því að sýna frammá vakn- ingareðli listarinnar. List vekur tilfinningar, geðhrif, ástríður o. fl. List hefur áhrif. Lukács neitar því ekki að list geti haft praktísk áhrif eða geti verið sköpuð með slík áhrif í huga. En hann neitar því að öll list verði að hafa bein samfélagsleg nytsemisáhrif. „Raunverulegur styrkur og dýpt listrænnar vakn- ingar beinist framar öllu að innri hliðum (das Innere) mannsins, þ. e. mað- urinn lifir framar öllu eitthvað nýtt sem víkkar og dýpkar mynd hans af hon- um sjálfum og þeim heimi sem hann — í víðustu merkingu orðsins — hrær- ist í.“ Kenning Aristótelesar um kaþarsis, skírsluna, „hreinsun ástríðnanna", er ein af höfuðstoðunum í estetík Lukácsar, þó oft fari harla lítið fyrir henni þegar hann ræðir einstök bókmenntaverk. Þegar hér var talað um sanna list, hefði eins mátt segja raunsæ list, því Lukács virðist eiga við það sama með hvorutveggja. Raunsæið (realisminn) liefur miklu víðtækari merkingu hjá Lukácsi en flestum öðrum. Það er aðferð til að skilja raunveruleikann og umskapa hann á listrænan hátt. Það er list- rænn grundvöllur allrar sannrar sköpunar. Allar stíltegundir, jafnvel þær sem virðast andstæðastar raunsæinu, eiga rætur sínar að rekja til þess eða eru tengdar því á einhvern hátt. Enginn skáldskapur er til án snefils af raunsæi. Miklir raunsæishöfundar eru t. d. Hómer, Shakespeare og Tolstoj. Lukács á ekki við raunsæisstefnuna svonefndu, þó fulltrúar hennar geti verið raunsæ- ishöfundar. í hans augum er t. d. Cervantes miklu raunsærri höfundur en Zola. Raunsæishugtak Lukácsar er að nokkru leyti fengið frá Marx og Engels. í bréfi til ensku skáldkonunnar Margaret Harkness segir Engels: „Að mínu áliti 242
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.