Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 57
Georg Lukács og hnignun raunsœisins stéttin sem tók völdin, heldur deildi hún þeim með gömlu yfirstéttinni, léns- aðlinum, og gegnsýrðist af prússneskum, andlýðræðislegum hugsunarhætti hans. Þýzki borgarinn varð ekki virkur þjóðfélagsmeðlimur (citoyen), held- ur þegn. Og sameining Þýzkalands var framkvæmd ofanfrá en ekki af fólkinu sjálfu. Allt þetta hafði afdrifarík áhrif á þýzkar hókmenntir. Og eftir 1848, þegar lýðræðisvonirnar voru að engu orðnar, þá má segja að afurhaldsöflin hafi þvingað alla mikilhæfa rithöfunda til samfélagslegs afskiptaleysis, upp- gjafar eða innri útlegðar. Pólitískt andrúmsloft og skáldskapur hafa áhrif hvort á annað. En það er skáldskapurinn sem er veikari hliðin í því áhrifa- sambandi. Pólitískt andrúmsloft getur hæglega kæft allan rismikinn skáld- skap. Ef við lítum yfir bókmenntasögu Vesturlanda frá upphafi til þessa dags, þá sjáum við að blómgunarskeið skáldskaparins eru hvorki mörg né löng. í augum Lukácsar helzt samfélagslegt afskiptaleysi í hendur við úrkynjun skáldskaparins, eða: ein af forsendum mikils skáldskapar er samfélagsleg þátttaka. Með samfélagslegri þátttöku á hann við raunsannan áhuga höfund- anna á veruleikanum og breytingarmöguleikum hans, að verk þeirra spegli samsömun þeirra með ákveðnum samfélagshóp, stétt eða jafnvel heilli þjóð, að þau séu hugmyndalegar sameignir margra manna og bein eða óbein tæki þeirra í lífs- og hagsmunabaráttu í víðustu merkingu. Þessi þátttaka minnkar að sjálfsögðu ekki við að höfundurinn vinni samfélagsleg störf á öðrum sviðum. Og hún minnkar heldur ekki við að höfundurinn taki beina pólitíska afstöðu. En um leið og pólitískt ástand ógnar henni að einhverju leyti, er skáldskapurinn í hættu. Lukács segir að allir mestu raunsæishöfundar 19. aldar hafi verið dæmigerðir samfélagsþátttakendur. En við hnignun borgara- legs lýðræðis, við auknar stéttaandstæður, við aukna valdbeitingu horgara- stéttarinnar gegn verkalýðnum og sívaxandi yfirbreiðslutilhneigingar borg- aralegrar hugmyndafræði, verður eðlileg samfélagsþátttaka manna erfiðari, og ekki sízt borgaralegra rithöfunda. Þetta er ein af ástæðunum fyrir hnignun krítíska raunsæisins. Rithöfundurinn einangrast. Hann tekur að líta á hlut- verk sitt sem hlutverk sérfræðings; það verður sérgrein hans að lýsa samfé- lagslífi nútímans, „hlutlaust og vísindalega“. En um leið og hann einangrast glatar hann þeim framtíðarhorfum er hann átti sem virkur samfélagsþátttak- andi. Afleiðingin verður oft deyfð, níhilismi og „almenn örvæntingarsvart- sýni“, í einstaka tilfellum mannfyrirlitning. Krítískar raunsæisbókmenntir 19. aldar eru að meira eða minna leyti tendensbókmenntir, þ. e. a. s. þær fela í sér ákveðna afstöðu höfundanna til 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.