Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 61
Georg Lukács og hnignun raunsœisins allra vesturlenzkra bókmennta og lista. Og hversu fullkomin sem þessi vís- indalega ljósmyndatækni natúralistanna varð, tókst þeim aldrei að „mynda“ samfélagsveruleikann sem heild, þeir gátu aðeins tekið einstaka myndir sem aldrei var hægt að tengja fullkomlega saman. Þrátt fyrir ótvíræðan áhuga margra þeirra á samfélaginu, strönduðu þeir í ósamstæðu yfirhorði þess og komust aldrei að þeim kjarna sem undir er. Þeir lýstu einstaka þáttum veru- leikans — oft á snilldarlegan hátt — en sögðu ekki sögu hans frá rótum. Áherzla natúralistanna á lýsingu umhverfisins hafði ásamt viðhorfum þeirra til þjóðfélagsins í för með sér meðallagstilhneigingar í efnisvali og efnismeðferð. Ef við segjum að krítísku raunsæishöfundarnir — og raunsæir höfundar almennt — hafi leitazt við að segja stórbrotin tíðindi á stórhrotinn hátt, þá eltu natúralistarnir oft uppi hversdagsleg efni, sem þeir meðhöndl- uðu á hversdagslegan hátt. Þetta kemur fram strax hjá Flaubert. En hvers- dagslegri lýsingu á hversdagslegu umhverfi hættir til að endurspegla veruleik- ann einsog hann væri kyrrstætt óbreytanlegt ástand. Veruleikinn er sviptur hræringum sínum og síbreytanleika. Auk þess má líta á meðallagstilhneiging- ar natúralismans sem listræna eftirgjöf: höfundur sem allsstaðar leitar þess hversdagslega og innantóma þarf tæplega að óttast að hann ofreyni í sér ímyndunaraflið. Natúralistarnir voru að meira eða minna leyti firrtir samfélagsþátttöku. Þeir lýstu samfélagsveruleikanum — oft saurugustu hlutum hans — án þess að hafa nokkra von um að hægt væri að breyta honum. Verk þeirra spegla stéttabaráttuna. úrkynjun borgarastéttarinnar, fátækt og andspyrnu verka- lýðsins, hlutgerða veiöld og síaukna firringu. Styrkur natúralismans liggur í „hlutlausum" lýsingum hans á þessum hryllilega samfélagsveruleika. Veikleiki hans liggur í því að harr. sér enga undankomuleið úr þessu ástandi. Það fór líka svo fyrir flestum natúralískum höfundum 19. aldar — og ekki bara þeim, því natúralisminn og afkvæmi hans lifa góðu lífi enn í dag — að þeir þoldu ekki til lengdar að líta heiminn þessum augum. Annaðhvort sóttu þeir í sig veðrið eins og Zola og urðu sósíalistar, eða þeir gáfust upp og sukku í örlaga- hyggju, táknsæi, dulrænu og jafnvel trúarvolæði. Lukács lítur vissulega svo á að natúralisminn hafi verið næstum óhjá- kvæmileg afleiðing af þróun kapítalismans. Þegar stéttabaráttan milli borg- ara og verkalýðs verður miðpunktur allra samfélagsvandamála, styrkir borg- arastéttin sjálfkrafa hugmyndafræði sína til að verja sig gegn sókn verka- lýðsstéttarinnar. Yfirbreiðslan setur mark sitt á allt andlegt líf. Og hún eykst til muna þegar kapítalisminn kemst á heimsvaldastig sitt í lok aldarinnar. 251
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.