Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 8
Tímarit Máls og menningar
þeim, sem eiga um sárt að binda vegna pólitískra glæpaverka, heldur blátt
áfram áróður gegn þeim málstað, sem þeir hata.
Það hafa verið skrifaðar margar bækur og kynstrin öll af lesmáli um
hreinsanirnar í Sovétríkjunum og það sem gerðist þar á hinu svokallaða
Stalíntímabili á fjórða áratugnum. En það hefur verið furðu fátt um mál-
efnalegar og hlutlægar umræður og vandaða sögulega rannsókn á þessu
tímabili. Jafnvel í vönduðustu ritunum skortir mjög á öruggar heimildir.
Valdamenn Sovétríkjanna eiga mikla sök á þessari hulu, sem er engum til
gagns nema andstæðingum sósíalismans. En langmest af þessum skrifum er
áróður, órökstuddar fullyrðingar og getgátur gripnar meira eða minna úr
lausu lofti. Fyrir mér eru þessir hlutir allt of mikið alvörumál, til þess að ég
vilji taka þátt í slíkum leik. Ég neita blátt áfram að fella dóma, sem ekki
hyggjast á neinni öruggri þekkingu heldur fullyrðingum, getgátum eða dylgj-
um. Ég hef reynt að hafa það fyrir reglu að rannsaka fyrst staðreyndirnar
og reyna að komast að öruggri niðurstöðu og leggja síðan dóm á málin, en
ekki fyrr. í þessu sambandi þykir mér rétt að geta þess, að ég skrifaði grein
um þessi mál í tímaritið Rétt 1957, sem ég kallaði „Gelgjuskeið nýrra þjóð-
félagshátta.“
Eitt er þó víst. Eftir að andbyltingarmenn voru gersigraðir í hinu langa
horgarastríði og stríði gegn innrásarher fjórtán ríkja og höfðu verið
sviptir pólitískum réttindum, áttu þeir ekki völ á öðrum baráttuvettvangi en
kommúnistaflokknum sjálfum og stofnunum ríkisins. Það liggur í hlutarins
eðli, að þetta hagnýttu þeir sér eftir föngum og án efa í samvinnu við erlend
öfl. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, ef menn vilja reyna að gera sér mynd
af ástandinu á þessum árum.
Kommúnistaflokkurinn vinnur kosningasigur 1937 og Sósíalistaflokkurinn
stórsigur 1942. Hverjar voru ástœður fyrir þessu? Hefði við breyttar aðstœð-
ur getað orðið framliald á þessu?
Sigur Kommúnistaflokksins 1937 var árangur af baráttu hans og starfi í
sjö ár. Hann stóð þá í hroddi fylkingar fyrir hörðustu stéttabaráttu, sem
háð hefur verið hér á landi oftast nær í fullri andstöðu við Alþýðuflokkinn
og forustumenn Alþýðusambandsins, sem oft tóku sér stöðu með andstæð-
ingunum á móti okkur. Það yrði mikil saga, ef ég færi að rekja alla þessa
haráttu, en henni er hezt lýst í bókinni Vor í verum eftir Jón Rafnsson. Það
nægir að minna á nokkra helztu atburðina. Þúsundir manna gengu atvinnu-
lausir og heimili þeirra sultu oft heilu hungri. Kommúnistaflokkurinn stóð
214