Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 11
Tvö viðtöl um íslenzka stjórnmálasögu
2. UTANRÍKISMÁL 1940-1950
Hvaða hugmyndir gerðir þú þér í stríðslok um þróun heimsmála?
Það er erfitt að gera grein fyrir því í stuttu máli, enda farið að firnast yfir
hvernig maður hugsaði þá. Endurminningar verður maður að taka með
miklum fyrirvara, ekki eingöngu vegna þess að minni manna er brigðult,
heldur hka vegna þess að maður sér atburðina í öðru Ijósi en þegar þeir
gerðust.
Rétt í lok styrjaldarinnar gerði ég mér nokkrar vonir um, að sigurinn
yfir fasismanum mundi skapa skilyrði fyrir sósíalískri þróun í Evrópu í
miklu ríkari mæli, en raun varð á. En það stóð ekki lengi. Kalda stríðið hófst
fljótlega og batt endi á þær vonir. Það var bersýnilegt, að Bandaríkin voru
staðráðin í að koma í veg fyrir sósíalíska umbyltingu í Frakklandi og Ítalíu
með öllum ráðum, efnahagslegum og hernaðarlegum, og nýja styrj aldarbliku
dró á loft.
Batzt þú miklar vonir við Sameinuðu þjóðirnar?
Þær voru mjög takmarkaðar, m. a. í Ijósi reynslunnar af Þjóðabandalaginu.
Er það rétt, að íslenzkir sósíalistar hafi viljað segja möndulveldunum stríð
á hendur 1945 til þess að landið gæti orðið eitt af stofnríkjum Sameinuðu
þjóðanna?
Það er hægt að fullyrða allan fj árann um það sem gerist á lokuðum fund-
um, þar sem ekki eru til neinar skráðar heimildir. En það er skemmst frá að
segja, að þetta er algerlega tilhæfulaust. Það voru allir sammála um, að
það væri alger fjarstæða að vopnlaus dvergþjóð segði stórveldi stríð á hend-
ur, og þess vegna bentum við á, að þetta skilyrði væri alger firra, að því er
til íslands tæki, dæmigerð skrifstofuframleiðsla eins og tekin út úr tölvu.
Hins vegar bentum við á, að ísland hefði dregizt inn í styrj aldarátökin, hvort
sem mönnum líkaði betur eða verr, og lagt sitt af mörkum sem vopnlaus þjóð.
Þess vegna töldu margir, að landið ætti fullan rétt á að verða stofnaðili að
Sameinuðu þjóðunum. Einhver okkar manna hefur líklega látið það álit sitt
í ljós, að þetta sjónarmið ætti að koma fram í svari ríkisstjórnarinnar. Það
var allt og sumt. Þetta mun hafa verið mýflugan, sem úlfaldinn var gerður úr.
Hvenœr fór mismunandi afstaða til austurs og vesturs að segja til sín í
íslenzkum stjórnmálum eftir lok heimsstyrjaldarinnar?
217