Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 23
Mannsmynd úr biblíunni
á laugardegi og halda út alla helgina — einhvern tíma rússneskt síðdegi, það
að byrja strax næsta morgun, á sunnudeginum, meS jafnvægi í æðum, hálf-
geggjaður í höfðinu við að vakna aftur til meðvitundar, dumbur í öllum
líkamanum, með hálft á móti hvoru í æðakerfinu af blóði og víni.
Og þá drekkum við, Síberíumenn! æpti hann.
Mér er óskiljanlegt, hvernig hægt hefði verið að gefa þessu annað nafn
en rússneskt síðdegi. Addi hafði límt einhverja mynd af Pasternak upp á
vegg, skorið úr honum augun, og rekið inn í þeirra stað rauðar teiknibólur.
AS minnsta kosti sé ég fyrir mér blaðaljósmynd af skáldinu, þar sem það
situr útskúfað við stórt borð, hlaðið vínum og eplum.
Long russian afternoon! hrópaði hann.
í skólunum er lærð enska, og hún loðir við þessa þjóð eins og gleym-
mér-ei.
Ekki óvitlaust af Adda, sem sagði, að við mættum skera af sér hausinn,
stinga honum í klósettið, og skola honum niður, eins og hverjum öðrum kúk.
Nei, sögðum við, þegar hann stóð með orðarýtinginn við barkann. Og
þess vegna heldur hann sínum haus, hári og skeggi, pípu, gleraugum og
tungu, krökkri af tilvitnunum og lúsugri speki. Það er mikið, sem tollað get-
ur af hári utan á sumum höfðum (og reyndar eru þau loðin að innan líka);
frán augun gægjast undan hnykluðum augabrúnum, hugurinn er klofinn inni
í kúpunni, en mikilmennskan stendur úr kjaftinum, líkt og undirstrik. Þegar
blátt ljós logaði á kveiknum, ljómaði eyrnalokkur í eyra hans, „tryggðar-
pantur frá Siggu, einni ljóngáfuðustu stúlku landsins“, unz hann mannaði
sig upp í hjónasængina, „það er róttækt að ríða“, lauk sínu lögfræðiprófi,
skrælnaði upp í heitri skrifstofu í miðbænum.
Bravó fyrir því!
Og sleppum þessu. Minni mitt er ónákvæmt. Ég er ævinlega að reyna að
muna eitthvað, sem engu máli skiptir, en skiptir höfuðmáli.
Þetta gerðist á þeim árum, þegar farið var í Naustiö. Ég lýsi engu, sem
þar gerðist. Ég bý til sviga (), en það er stílbragð, og innan hans getur hver
sem er ímyndað sér hvað sem hann vill, endalaust, því að ég læt engan punkt
inn í svigann, líkt og sleginn vamagla, enda veit ég að hið frjóa ímyndunar-
afl hemlar ekki við jafn ómerkilegt merki og endapunkt.
Svo að þið brjótið ekki í ykkur heilann, þá kem ég með okkur út af Naust-
inu. Við vorum fimm í hóp. Hópurinn er aldrei stærri en fimm manna hóp-
ur. Þar af ein stúlka. Þegar stigið hafði verið inn í leigubílinn, „sem ók
burt í gljáandi regninu, sem sprengdi nálar á slikjuðum bjarma flóðljósanna
229