Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 24
Tímarit Máls og menningar
á malbikaðri götunni, þar sem Ijósspilið kastaðist upp á móti svörtum himn-
inum, eins og bergmál Ijóss, líkt og skínandi bolti, á milli tveggja svartra
veggja í tóminu, líkt og trylltur elddans hins ævarandi ekkerts, og sjón-
punktur augna minna, hverfðra og undarlega óðra inni í tímaleysi augna-
tóftanna, festist við glös, sem mennirnir, líkt og tilgangslausir skuggar, héldu
á milli fálmandi fingra, sjúkra af sígarettum og þrá eftir fölbleiku brjósti
liinnar eitruðu konu“, þá veitti ég því athygli, að allir héldu á glösunum
sínum, allir, nema ég, sem sat tómhentur. Ég sprengdi spurningu, og mér
var sagt, að það nýjasta væri að fá sér fullt glas, áður en barinn lokaði, og
halda á glasinu út með sér, földu undir jakkanum. Stúlkunni fannst þetta
vera fyndið - og rétt er að geta þess, að yfirleitt finnst þessum stúlkum allt
vera sniðugt, og þær hlæja, eins og einhver fálmaraútbúnaður kitli þær í
heilann og eggjastokkana - og hún sagði upp úr blautu:
Ó, ég elska drykkjuséní!
Stúlkur af þessari tegund dútla við að þýða Játningar Agústínusar, og
spyrji einhver, hver er Ágústínus, þá kitla fálmararnir þær, svo að við ligg-
ur að maður lendi í margföldunarvélinni, því að spurningin gerði þær hrjál-
aðar, og það að vera heimskur er metfyndni „og eitthvað svo satt og dásam-
legt“. Síðan vitna þær í Simone de Boulevard og Serðir, og segja, að allt sé
tilvist án tilkalls. (Seinna komst Siggi í vélina, þau margfölduðu, og hann
fór í sögu, sem aðalfag, til Ósló.)
Hvers vegna gerist flest að manni forspurðum og öðruvísi en út var
reiknað? Þetta er nú aldeilis forn spurning hjá mannkyninu! Við viljum
ekki að listin gefi nein ákveðin svör. Lífið svarar, listin ekki! „Svo kemur
bara einhver, á meðan maður er að þvo barnaföt, og þýðir Ágústínus.“
Þannig endahnúta bindur lífið. Allt felur í sér andstæðu sína: þegar haftið
slitnar, þá binzt konan. Löngu seinna rakst ég á hana á götu, og hún sagðist
vera að prjóna peysu og tátyllur á manninn sinn, þá nýkomin frá skandinav-
iska hannyrðaskaganum. Þau hjónin voru að leita sér að þægilegri íbúð,
og ég sagði henni brandara úr húsi í vesturbænum. Hún horfði á mig kyrr-
um augum, sem komizt höfðu í gegnum háskóla. Hún ilmaði af prófum.
Og það var löngu liðin tíð, þegar hún sat með slegið hár niðri á hafnar-
bakka við það að gera kolkrítarteikningu af athafnalífinu, langaði til að
læra grafík í stað latínu, talaði um Brecht, gekk með mynd af Modigliani á
milli brjóstanna, og vildi komast í leikgrúppu, leika fyrir verkamenn í kaffi-
stofum og vera umfram allt eðlileg og blátt áfram. Hún ilmaði öll af prófum
eiginmannsins og gekk hægum, skandinaviskum skrefum heim til sín með
230