Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 27
Mannsmynd út biblínnni unni. Þá má berja og Iemja og vinna níðingsverk á sofandi fólki og fremja glæp og ranglæti, vegna þess að enginn velkysstur maður rís upp gegn neinu, vegna þess að honum fer að rísa, og síðan er sleikt yfir allt. Og eins fór fyrir mér. Ég ætlaði að rísa á fætur og spyrja, hvað að honum gengi. En mér fór að rísa og ég lyppaðist niður, samkvæmt lögmálinu um haftið og frelsið. Einhverra hluta vegna gat ég ekki risið upp. Vegna óttans? Af kæruleysi? (Bætið sjálf við öðrum möguleikum og skrifið þá á sérstakt blað). Líklega helzt vegna þess að Anna hélt um mastrið í öðrum buxna- vasa mínum og kreisti það, þar sem gat var á vasanum eftir nagla, lykla, vasahnífinn minn eða smápeninga. Og við lágum útbreidd hvort fyrir annað, eins og tún, slétta, laut til að leggjast í, eða sjávarströnd. Og (Ég byrja svo margar setningar á orðinu „og“ að ég ætla ekki að ljúka setning- unni.) Eftir að hann hafði hraðað sér aftur á stólinn, setið þar stundarkorn og leikið illa drauma, bæði með fótum og andlitinu, tók hann snöggt við- bragð, dró þann alblóðuga á hárinu eftir gólfinu, án þess að hann vaknaði, umlaði eða veinaði, svo fast svaf hann af sér heiminn og veröldina í kringum sig, og henti honum út á gaddinn. „Gef mér dá, eða festu rofa á sólina, svo að hægt verði að slökkva daginn, eins og ljós á náttlampa, þegar birtan er orðin of löng og óþolandi í brjósti mannsins“. Ingi kom aftur inn að vörmu spori (ég breyti nafni hans í þeim eina tilgangi að rugla ykkur í ríminu að ástæðulausu) og fór eins að við hinn, dró hann eftir Kedron- dalnum, vöxnum Altattrjám og þöktum ryðguðu grjóti. Ingi fór að engu óðslega, heldur dró hann hægt á hárinu eftir gólfinu, yfir þröskuldinn, þar sem skórinn smeygðist af líkinu. Það skrjáfaði í vatnsheldri úlpunni. Þurrt skrjáf í vatnsheldu efni er óþægilegt fyrir eyrað; jafnvel þótt maður hafi blauta stúlku, hefur það einkennileg áhrif á tennurnar, surg og sarg, þótt hún penslaði innan á mér munninn og kokið og úfinn, sem dinglaði. Mig langaði til að rísa undan ánauð kossanna upp í frelsi hnefans, merja og berja, en hún hélt fast með hnefanum, fastar en hún gat. Svo ég rang- hvolfdi bara augunum. Ingi kom aftur inn. 011 út! hrópaði hann. Engin læti í mínum húsum. Hann barði á hinum með tómri flösku. Þá reis ég upp, eins og allir hinir, og varðist höggunum. Öll út! hrópaði hann. Þið eruð búin að slást og brjóta allt hér inni á meðan þið sváfuð. Ég var orðinn fullsaddur. Hinir voru sjúklega drukknir að sjá og óeðli- 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.