Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar
að vera þannig viðkomu, þykkur undir höndina og þykkur allur. Ég sagði
við sjálfan mig: þú þarft engan kinnroða að bera fyrir þínum kartöflupoka.
En ég sagði upphátt:
Mér er sama um útsæði Snorra Sturlusonar.
Þakka skyldi þér, sagði hún.
Er hann alltaf svona sléttur og felldur? spurði ég.
Hvað áttu við? spurði hún. Þú ættir að þekkja hann betur en ég.
Svanur, sagði ég.
Hann er með langan háls, sagði hún. Og höfuðstór.
Hann er eins og hann er gerður, sagði ég.
Lúmskur?
Imbalimb.
Imbalimur, sagði hún.
Ég skildi það orð. Það var í tízku, og ég gladdist innilega yfir að ég
skildi orðið itnbi.
Hann verður áreiðanlega frægur, sagði hún.
Ég var ekki skyldugur að svara, ég var frjáls að þegja. Bíllinn dansaði
í sköflunum.
Maður getur aldrei dæmt fólk eftir því, hvernig það birtist á yfirborðinu,
hélt hún áfram. Maður fær bara biblíumyndir af því.
Ég sagðist segja fiff, og ég hugsaði um það, hvort maðurinn væri gerill
í smásjá einhverra æðri vera en hann sjálfur. Og leigubíllinn dansaði í
sköflunum á götunni.
Hvernig kynntist þú honum? spurði hún.
Ég hef aldrei kynnzt honum, svaraði ég. Ég hef alltaf þekkt hann í sjálf-
um mér.
Áður en ég hafði gert mér ljósa grein fyrir framtíðinni (Hvenær gerir
maður það?), var ég farinn að galdra mig allan að innan, og ég sagði:
Stattu þig, hversu lotinn sem þú ert af drykkju í höfðinu og holdinu.
Kannski gerist allt manns líf í þannig ástandi, eins konar deyfð, ómeð-
vitund og hlutleysi, allt það bezta, þegar maðurinn margfaldar sjálfan sig
í holdi konunnar, sem ég vissi næsta dag að hafði gerzt, þegar ég vaknaði
klukkan þrjú, blóðugur á mjöðminni. Ég sá stóran klæðaskáp standa við
vegginn, einmitt þann skáp, sem mig hafði alltaf langað til að opna, dreymt
um að sitja inni í honum og fela mig þar fyrir heiminum.
Ég lá einn í herberginu, reis á fætur, og settist inn í skápinn. Þegar hún
kom aftur, horfði hún á autt rúmið, á gluggann, upp í loftið, undir rúmið,
236