Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 34
Tímarit Máls og menningar
jón: Og gaf ég þér virkilega á hann?
BJÖRN: 0, það held ég nú. En ég svaraði auðvitað í sömu mynt. Ég hef
aldrei hoðið þá vinstri - þó ég hafi kannski verið meira uppá Bibhuna
en þú, a. m. k. núna í seinni tíð. En það varst þú sem byrjaðir.
JÓn: Ég neita að trúa þessu. Ég hef aldrei nokkurntíma slegið mann að
fyrrabragði. Þig misminnir. Ég er ekki að segja að þú sért orðinn kalkað-
ur. En þig hlýtur að misminna í þessu. Það kemur ekki annað til mála.
björn: Nei! - Þú spurðir hvort ég treysti mér til að taka að mér konu með
fjögur börn. Og ég lygndi aftur augunum og sagði af allri minni hjartans
sannfæringu: Já, þó þau væru tuttugu. - Aðuren ég opnaði augun
varstu búinn að gefa mér einn undir hökuna. - Manstu nú?
(Löng þögn.J
björn: Hún var yndisleg kona.
(Þögn.)
björn : Hún var lifandi kona. Eftir það fannst mér þær konur dauðar sem
ég kynntist. Dauðyfli, það var það sem þær voru. En hún! Hún var einstök.
Ég hef alltaf hugsað um það sem átakanlegasta dæmið um óréttlæti heims-
ins, að þú einn skyldir fá að búa með henni í 45 ár.
JÓN: (önugur): Hu! 45? 48, góði minn.
björn: Ef ég hefði búið með henni í 48 ár, þá væri ég ekki hérna skal ég
segja þér. Þá svifi ég um göturnar í sæluvímu - einsog fimmtán ára
unglingur. En ég bjó aldrei með henni. Við áttum okkar strjálu stundir
í nokkra mánuði. Það var allt og sumt. Og nú er maður gamall og slitinn.
Kannski kalkaður og vitlaus þrátt fyrir allt. Já, lífið hefði sosum getað
verið betra.
(Þögn.)
JÓN: Heyrðu? Meinturðu það þarna um árið? Að þú treystir þér til að
giftast henni með tuttugu börn?
Björn: Ég hef logið mörgu um ævina, ég þræti ekki fyrir það. En þetta
meinti ég. Já, hvort ég meinti það! Ég hefði getað sagt þrjátíu og meint
það samt.
JÓn: Þrjátíu hörn?
björn : Hundrað! (Þögn.) Ég er ómenntaður maður einsog þú. Ég hef
aldrei lesið neitt. Mínum haus var stungið oní vélarrúm en ekki bækur.
Og ég veit ekkert um þetta sem þeir kalla „ást“. Ég veit bara að ég var
reiðubúinn að gera hvað sem var. Hvað sem var. Drepa þig hvaðþá
annað.
240