Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 36
Tímarit Máls og menningar Heldurðu að hún hefði verið með mér ef það hefði nægt henni? Óekki. JÓN: Uss, þetta daður hennar við þig var nú ekkert annað en . . . annað en ævintýramennska - já, og . . . tímabundin ólund. björn: Jæja, svo þú heldur það. Að hún hafi hlaupið til mín fáklædd útá Álftanes í kafaldsbyl og stórhríð af eintómri ævintýramennsku! Og komið holdvot að hitta mig uppvið Reykdalsíshús um miðja nótt í því sót- svartasta myrkri sem hvergi er til nema í helvíti - allt af einhverri ólund! — Þú ert meiri einfeldningur en ég hélt. JÓn: Hún var öll uppá tildrið og tilbreytinguna. BJÖRN: Það getur vel verið að hún hafi verið það. En hversvegna? Jú, af því hún var óánægð. Hundóánægð. Hún var kannski ekki beint illa gift. En hún var óánægð samt. JÓN: Ætli hún hefði ekki skilið við mig ef hún hefði verið svona óánægð einsog þú heldur. Mætti segja mér það. BJÖRN: Það er einmitt það skrítna skal ég segja þér. Það eru til konur sem njóta þess að bera krossinn. JÓn: Og hún Guðný hafi notið þess að bera einhvern kross? BJÖRn: Ójá, það er nú mín skoðun. JÓN: Nei, þarna fórstu þó yfir strikið, lagsmaður. Sagðirðu ekki áðan að hún hefði verið alveg einstaklega lifandi kona. björn: Jú, og það var hún - svo sannarlega. jÓn: Finnst þér það merki um mikið líf að njóta þess að bera kross? björn: Ja, ég meinti nú bara . . . Líkaminn var svo lifandi, skilurðu. - En það getur vel verið að hann hafi verið það einmitt vegna þess að hún var að stelast undan krossinum stund og stund. Þú manst hvað kálf- arnir gátu verið sprækir þegar þeir sluppu útúr fjósinu á vorin? (Þögn.) JÓN: Þú meinar að ég hafi verið hálfgert fjós fyrir hana Guðnýju. björn: Nei, ekki beint fjósið. En vetrardrunginn. 48 ára vetrardrungi. JÓN: Þetta kemur nú illa heim og saman við það sem hún sagði í banaleg- unni. Hún sagðist bíða mín fyrir handan. Ójá. Þar mundum við endurtaka alla okkar samveru. björn: Þær eru svona sumar skal ég segja þér. Þær eru orðnar svo vanar krossinum að þær geti ekki hugsað sér annað en að flytja hann með sér yfir mörkin. JÓN (háðskur og illkvittinn): Skrítið að hún skyldi ekki minnast á þig einu orði. Að hún hlakkaði til að hitta þig - hinumegin. 242
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.