Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 44
Tímarit Máls og menningar Ég bar upp erindi mitt: spurði hvort hann væri ekki kunnáttumaðurinn sem gæti gert mig ríkan. Hann kvað svo vera. Mér var veittur beini, kjarngóður en ekki ríkmannlegur, og spurður tíðinda úr Jóhannesarborg. - Drulla, sagði ég: Fen. Forarvilpa. Bóndi kinkaði kolli. Svo var búið um flet handa mér. Ég sofnaði fljótt, enda þreyttur, og svaf draumlaust. í dögun ræsti bóndi mig með því að grípa snöggt og þéttingsfast um ökla minn, og fjölskyldan leiddi mig þögul niðurað fljótinu. Þar hagaði svo til að krókur var á og lón innúr, tiltölulega lygnt með hægri hringiðu og holbökkum Þarna kyntu þau eld og settu yfir stóran pott fullan af vatni. Útí pottinn dembdi svo bóndi einhverjum kynjajurtum sem ég bar ekki kennsl á, gerði teikn og muldraði. Þessi kokkteill var látinn malla og stigu upp af honum rammar gufur sem fylltu vit mín og gerðu mig ringlaðan. Bóndi rétti mér þá fagurskeftan hníf og sagði mér að leggjast frammá bakkann, liggja grafkyrr og rýna í iðuna, þángaðtil ég færi að sjá fólk sem ég þekkti. Þegar ég sæi þá persónu sem mér þætti vænst um af öllum sem ég hefði kynnst ætti ég að stinga hana í andlitið með hnífnum. Þá brygðist það ekki að ég yrði vellauðugur. Ég lagðist á bakkann með kutann. Bóndi tók pottinn og skvetti innihaldinu í vatnið. Fjölskyldan öll stóð yfir mér og kyrjaði drúngalega stemmu. Fyrst sá ég hara flökt og grugg. Síðan fór ég að sjá kvikindi, slöngur og hlébarða, dreka og ólma hesta. Allt í einu var vatnið krökkt af fólki, alls konar fólki, hópum og hersíngum. Svo fór ég að greina andlit. Suma þekkti ég: gamlar frænkur, götustráka sem ég hafði leikið við barn, sætar stelpur í röðum. Svo kom mamma. Hún tók sig út úr grugginu og kom nær og nær. Hún brosti og horfði á mig mildum vitrum augum. Kaldur sviti spratt út um mig allan. Ég þeytti hnífnum frá mér í átt frá fljótinu. Svo staulaðist ég á fætur, þakkaði fyrir mig og lagði af stað beint heimleiðis. Bóndi horfði á eftir mér með kýmni í augum. Síðan hefur mig ekki langað til að verða ríkur. 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.