Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 65
Max Frisch::
Leikhúsþankar
1) Eitt af þeim hugtökum sem ég hef dálæti á að nota án þess að vita eigin-
lega hvað það þýðir er hugtakið „hið leikræna“.
í hverju er það fólgið?
Á sviðinu stendur maður, ég sé vöxt hans, búning, svip og látbragð, enn-
fremur umhverfi hans, það er að segja eintóma hluti sem ég skynja ekki
beint við að lesa bók. Við þetta bætist svo nýtt atriði: talað mál. Ég heyri
ekki aðeins tilviljunarkennda háreysti, heldur mannlegt mál. Ég heyri hvað
maðurinn segir, og þar með er enn eitt nýtt komið til sögunnar, ný mynd,
af öðrum toga en sú fyrri. Hann segir: Þessi nótt er eins og musteri!
Auk hinnar augsýnilegu myndar birtist mér mynd hins talaða orðs, sem ég
öðlast ekki við skynjun, heldur við hugrenningu, ímynd, hugarflug, sem orð-
ið hefur vakið. Og hvorttveggja hef ég samtímis: skynjun og ímyndun. Sam-
spil þeirra, tengsl þeirra hvorrar við aðra, spennan sem á milli þeirra
verður, þetta er það sem mér virðist mega tákna með orðinu „leikrænn“.
2) Hamlet með hauskúpu Jóríks: -
Ef þetta atriði er einungis flutt af munni fram, verður maður að ímynda
sér hvorttveggja, hauskúpuna í lifandi hendinni og skrýtlur Jóríks heitins,
sem Hamlet rifjar upp fyrir sér. Upplesturinn, andstætt leikflutningnum,
styðst einvörðungu við málið og allt sem sögumaður verður að tjá nær til
mín eftir aðeins einni leið: þ. e. gegnum ímyndunina. Leikhúsið starfar á
allt annan veg: hauskúpan, gröfin og rekan, allt blasir þetta við mér beint
á forsviðinu skýrt og óumflýjanlega, svo að ímyndun mína get ég sparað
handa orðum Hamlets; hún þarf aðeins að kalla fram ævi hins látna og
tekst það miklu betur vegna þess að henni er ekki falið annað hlutverk.
Fortíð og nútíð, hinu horfna og hinu sýnilega er deilt milli ímyndunar og
skynjunar. Leikritahöfundurinn vegur að mér frá tveimur hliðum í einu,
og augljóst er að þetta tvennt: hauskúpan og skrýtlur spéfuglsins er léttvægt
hvort út af fyrir sig. Áhrifamáttur atriðisins liggur í samspili beggja þátta,
í því og engu öðru.
3) Hversu margt leikskáldið, sem verður að gjalti á sviðinu, gæti hrós-
271