Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 66
Tímarit Máts og menningar að sér af því, að það skrifaði sérkennilegra og þróttmeira mál en Gerhart Hauptmann. Samt lyppast það niður á sviðinu, en Hauptmann sem var mjög ósýnt um töfra málsins gengur með sigur af hólmi. Fyrir leikskáld er málið aðeins annar helmingur verksins. Hinn helmingurinn, það sýnilega, það sem leikhússins er fyrst og fremst, hann hefur mátt verðandinnar, og ef skáldið vanrækir hann, rís sviðið gegn því, og þá getur ekkert málfar bjarg- að, ekkert. 4) Sígildasta dæmið um það að málið bjargar ekki öllu, er auðvitað Annar hluti Fausts, þessi dýrlega hátíð þýzkrar tungu, einungis sviðsfær á köflum: ekki vegna þess að orðfæri þessa verks sé of upphafið — Shake- speare er líka upphafinn -, heldur vegna þess að það er ekki leikrænt. 5) Leikræn tjáning: Finnst einhvers konar skírskotun milli þess sem ég sé og þess sem ég heyri? Ef ekki, ef framvinda leiksins felst öll í orðunum, svo að ég gæti að skaðlausu lokað augunum, þá er sviðið kalin jörð. Og þar sem ég loka ekki augunum, sé ég aðeins þýðingarlausa sjón, en enga leikræna athöfn, meiningarlaus ræðuhöld, epísk, lýrisk eða dramatísk. 6) Stafrófskver trúðsins: I sömu andrá og hann setur upp virðulegan hetjusvip, hrasar hann um fót sér. - Um eðli skopleiksins hef ég einhvern- tíma lesið, að það sé fólgið í samsvörunarleysi, hinu ósamstæða og ósam- rímanlega. Athugum trúðinn: hið ósamstæða felst ekki í ræðu hans, heldur milli ræðu hans og athafna. Sjálfstraust er ekki skoplegt og það er ekkj. skoplegt að hrasa, en hvorttveggja í senn er skoplegt. Hið ósamstæða og ósamrímanlega, sem er aðal skopleiksins deilist milli orðs og myndar - allt frá hinu grófa til hins fágaða, frá trúðnum til Shakespeares. Við heyrum hve sæl og ástúðarfull Títanía er í hugarórum sínum, við heyrum dýrleg orð hennar, sem eru fjarri því að vera skopleg, en hlæjum hjartanlega, því jafnframt sjáum við, þrátt fyrir þessi indælu orð sem einnig töfra okkur, að hér er aðeins um asnahaus að ræða. 7) Hið stórbrotna við Shakespeare er það hvernig hann stefnir einni per- sónu gegn annarri. Þetta atriði er svo þrungið merkingu, að hlutskipti text- ans verður aðeins hið fegursta: að hirða ávextina, uppskera, birta það sem þegar er fyrir hendi. 8) Hver stendur andspænis hverjum? Bygging sígildra leikrita bendir mjög til þess, hversu veigamikil þessi spurning er. Við hverja innkomu er athugasemd, annars hvergi neitt. Tíunda atriði: Konungurinn, morðingjarnir tveir. Þetta er hið sýnilega, þegar tjaldið lyftist. Og þegar morðingjarnir hafa tekið við fyrirskipunum sín- 272
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.