Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 71
Kirkjubygging Matthíasar Jochumssonar í Odda yngri (eða yngsti) Gunnarsson dó ungur haustið 1873. Eftir honum var Gunnar Matthíasson heitinn. Vinátta Matthíasar og Tryggva var svo eins konar arfur beggja frá sr. Gunnari, sem mjög var lofaður fyrir mannkosti bæði lífs og liðinn. í Sögu Oddastaðar1 segir Vigfús Guðmundsson, að 1845 hafi þáverandi Oddaklerkur, Ásmundur Jónsson, loksins látið rífa 80 ára gamla og „marg- lappaða og endurhætta“ kirkju til grunna. í staðinn var reist ný kirkja af grunni „í öðru og miklu fegra formi“, að því er segir í bréfabók Oddakirkju frá vísitatíu 1847. - Ekki reyndist þó af meiri framsýni byggt en svo, að eftir margvíslegar og kostnaðarsamar lagfæringar og breytingar var kirkj- unni lýst svo við úttekt eftir fráfall síra Ásmundar 1880, að hún „þurfi bráðr- ar aðgerðar við, þar rennisúðin að sunnan sé biluð og grundvöllurinn að sunnanverðu farinn að síga og kirkjan því að gliðna.“2 Þess má geta, að efnið í kirkju þessa kostaði upphaflega 905rd 90sk. Verkalaun, fæði og fleira varð rúmlega 500rd, sem samtals nam 1408rd 58sk. Frá dróst efnisafgangur og hrak fyrir 114rd, svo að útkoman varð 778rd 81 sk.3 I Söguköflum sr. Matthíasar Jochumssonar segir svo: „Árið 1884 lét ég byggja kirkjuna. Gekk mér hálfstirt að semja við mín háu stiftsyfirvöld;4 vildu þau ekki lána staðnum nokkurn styrk til viðreisnar undir minni stjórn, og með tregðu fékk ég borgaða innstæðu þá, sem kirkjan átti syðra,5 auk þess, sem ég hafði tekið áður út; ekki var heldur leyft að byggja kirkjuna eftir teikningu, er ég hafði pantað frá Kaupmannahöfn; skyldi kirkjan eftir henni vera 50 feta há með turni og stafir 6 álna; þótti þeim nóg, að stafir væru 4 áln. og hæðin eftir því. Varð þá svo að vera, en aldrei varð kirkjan mér til gleði fyrir þessa sök, og er hún miklu lítilmótlegri en svo auðugum og frægum stað hæfir, enda orðin æði langt á eftir mörgum miklu tekjuminni kirkjum. Þá var aftur mikið óþurrkasumar. Hafði ég fyrst látið flytja 500 hesta af grjóti frá ytri Rangá í grunn kirkjunnar, því að í Oddalandi er enginn steinn, heldur móberg eða sokkið hraungrýti. í fyrstu gekk smíðin fljótt og vel, því að smiðir, 5 og 6, voru duglegir menn; hét yfirsmiðurinn Jón 1 Bls. 208-10. 2 Bréfabók Oddakirkju. - Hér tilfært eftir Sögu Oddastaðar, bls. 209-10. 3 Saga OddastaSar, bls. 209. 4 Þ. e. amtmann og biskup. 5 Þ. e. í Reykjavík. 277
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.