Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 73
Kirkjubygging Matthiasar Jochumssonar í Odda Ég reiddist, sagði fátt, en sárlega gramdist mér. Var þetta engin nýlunda, að gamall kotungsvani kæmi fram í kirkjubyggingum.111 Ennfremur segir Matthías um þessi mál síðar í Söguköflum: „ . . . Ég herti því á kirkjubyggingunni það ég gat, skrifaði Tryggva Gunnarssyni til Hafnar 1883 og fékk frá honum og Bald húsasmið vandaðan uppdrátt, svo og áætlun. Átti kirkjan að kosta um 8000 kr., halda stærð, en vera þó öll hærri og ríflegri, 50 fet frá gólfi upp á turn, stoðir 6 álnir o. s. frv. En þeirri teikning hrundu stiftsyfirvöldin, og viðurinn kom ekki nema hálfur til Eyrarbakka og urðu því aðdrættir um vorið með miklum óhægind- um . . .“1 2 í sjálfu sér ættu þessar frásagnir sr. Matthíasar í Söguköflum að gera meira en nægja um kirkjubyggingu þá, sem hér er um rætt. En langi einhvern að skyggnast vitund betur í málin eða kanna hversu trútt minni skáldsins hefur verið í þessum efnum, eru eftirfarandi bréfaskipti Matthíasar og Tryggva til þess kjörin. Odda 4. nóv. 1882. Ástkæri, góði, gamli og göfugi vinur. í skóla var ég kenndur við Matthías keisara Korvínus, en Korvínus þýðir hrafn, og nú má ég í herrans augum heita einn vesæll hrafn: ergo bið ég herrann að borga þér fyrir hrafninn - alla þína blessuðu ljúfmennsku og bróðurþýðu (að ógleymdum Oddastað.) Guði sé lof fyrir Oddann, hvernig sem okkur semur; hann hefir lánazt mér betur en hkindi eru til, ég hef held- ur eflzt en hitt og [hef] nú með höndum (til vorsins ef allt lifir) nál. 300 fjár, 18-20 hross og 10 kýr, en skuldugur er ég á 3. þús. kr. Harðærið og þar af leiðandi áþján er erfiðast, aldrei gestlaust heimili auk 10 ómaga og þriggja sveitarómaga útsvari (sic), og 1/3 af tekjum ónáanlegur. Þess vegna neita ég að borga afgjaldið, þeir mega fyrr taka út stað og kirkju af mér og confiskera3 síðan gjaldið; en ég skýt því máli til þings, ef ráðgjafinn (sem ég held mikið upp á4) neitar beiðni minni um uppgjöf eftirgjaldsins. 1 Sögukaflar af sjálfum mér: Kirkjusmíð og hugulsemi hins helga Nikulásar. Bls. 320-351. 2 Sama rit, bls. 350-351. 3 Gera upptækt. 4 Ráðgjafinn var Nellemann, sem veitti M. J. Odda, sjálfsagt fyrir milligöngu Tryggva. 279
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.