Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 73
Kirkjubygging Matthiasar Jochumssonar í Odda
Ég reiddist, sagði fátt, en sárlega gramdist mér. Var þetta engin nýlunda,
að gamall kotungsvani kæmi fram í kirkjubyggingum.111
Ennfremur segir Matthías um þessi mál síðar í Söguköflum:
„ . . . Ég herti því á kirkjubyggingunni það ég gat, skrifaði Tryggva
Gunnarssyni til Hafnar 1883 og fékk frá honum og Bald húsasmið vandaðan
uppdrátt, svo og áætlun. Átti kirkjan að kosta um 8000 kr., halda stærð, en
vera þó öll hærri og ríflegri, 50 fet frá gólfi upp á turn, stoðir 6 álnir o. s.
frv. En þeirri teikning hrundu stiftsyfirvöldin, og viðurinn kom ekki nema
hálfur til Eyrarbakka og urðu því aðdrættir um vorið með miklum óhægind-
um . . .“1 2
í sjálfu sér ættu þessar frásagnir sr. Matthíasar í Söguköflum að gera
meira en nægja um kirkjubyggingu þá, sem hér er um rætt. En langi
einhvern að skyggnast vitund betur í málin eða kanna hversu trútt minni
skáldsins hefur verið í þessum efnum, eru eftirfarandi bréfaskipti Matthíasar
og Tryggva til þess kjörin.
Odda 4. nóv. 1882.
Ástkæri, góði, gamli og göfugi vinur.
í skóla var ég kenndur við Matthías keisara Korvínus, en Korvínus þýðir
hrafn, og nú má ég í herrans augum heita einn vesæll hrafn: ergo bið ég
herrann að borga þér fyrir hrafninn - alla þína blessuðu ljúfmennsku og
bróðurþýðu (að ógleymdum Oddastað.) Guði sé lof fyrir Oddann, hvernig
sem okkur semur; hann hefir lánazt mér betur en hkindi eru til, ég hef held-
ur eflzt en hitt og [hef] nú með höndum (til vorsins ef allt lifir) nál. 300
fjár, 18-20 hross og 10 kýr, en skuldugur er ég á 3. þús. kr. Harðærið og
þar af leiðandi áþján er erfiðast, aldrei gestlaust heimili auk 10 ómaga og
þriggja sveitarómaga útsvari (sic), og 1/3 af tekjum ónáanlegur. Þess vegna
neita ég að borga afgjaldið, þeir mega fyrr taka út stað og kirkju af mér
og confiskera3 síðan gjaldið; en ég skýt því máli til þings, ef ráðgjafinn
(sem ég held mikið upp á4) neitar beiðni minni um uppgjöf eftirgjaldsins.
1 Sögukaflar af sjálfum mér: Kirkjusmíð og hugulsemi hins helga Nikulásar. Bls.
320-351.
2 Sama rit, bls. 350-351.
3 Gera upptækt.
4 Ráðgjafinn var Nellemann, sem veitti M. J. Odda, sjálfsagt fyrir milligöngu Tryggva.
279