Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 82
Tímarit Máls og menningar
landið allt byggi þær, enda er það hið eina rétta. Hjálpaðu því máli,
minn ágæti, elsku vin í sumar! Fólk hér hefir þjáðst og orðið afskipta með
allt öld af öld sakir hinna leiðu stóráa, og því eru sálirnar eins og þær eru.
Menntunar- og einkum siðgœðiseymd og ánauð landa vorra er enn litlu
eða engu hættari fyrir „frelsi vort og framfarir“.
Og svo leggst ég á bæn og bið þann Guð, sem ávallt blessar góða og
göfuglynda menn, að kóróna þig lífs og liðinn með auðnu, elsku og ágæti;
þú ert einn okkar allra bezti og merkasti maður, og Guði sé lof fyrir þig.
Tak[k] fyrir greinar þínar í Isu,1 sem eru mjög tíðsvarandi.2
Litli Gunnar dafnar bezt minna barna og er talinn fyrirtak.
Hérna er svo minn bezti koss!
Þinn Matthías.
[Kaupmannahöfn] 14. apríl 1883.
Kæri vinur.
Ég þakka þér tvö kærkomin bréf 5. [og] 9. f. m. Án þess að vilja hefur
þú sett mig í slæma klípu. Ef ég kaupi kirkjuefnið ekki, set ég þig í vanda og
þú máske reiðist. Kaupi ég það, set ég þig líka í vanda, já, mikinn fjár[hags]
legan vanda. -
Nú er svo ástatt, 1) Bald fer innan fárra daga til fsl. [og] segist
ómögulega geta búið til kk á svo stuttum tíma. - 2) Einar Jónsson sagðist
ekkert geta flutt fyrir þig, Lefolii ekki nema smátt og smátt í sumar, svo
efnið gat ekki komið til þín, svo kk yrði reist í sumar. - 3) Þú segist sækja
— til alþ. - um uppgjöf á eftirgjaldinu af Odda og getir ekki verið þar, ef
þingið neitar. - Ef það nú neitar og þú ferð, þá er ekki ráðlegt að setja
sig í stórar skuldir og leggja út úr eigin vasa 2000 kr. í þessu ári, ef þú þá
eigi getur verið kjur.
Þetta þrennt fannst mér vega meira og áleit réttara að bíða eftir hvað
þingið í sumar afræður um eftirgjöfina, einkum þegar ég hef heyrt að kk
geti vel staðið eitt ár [enn]. Ég hef því sett peninga þá, er biskup sendi
mér, 1259 kr. 84 a., í banka hér upp á rentur til næsta vetrar. Vil undirbúa
málið vandlega í sumar og tala við þig, ef þú kemur til Reykjavíkur meðan
1 Tryggvi skrifaSi þessi misseri nokkrar greinar í ísafold rnn náttúrufræðileg efni.
2 í anda tímanna.
288