Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 83
Kirkjubygging Matthíasar ]ochumssonar í Odda
ég er þar. - Þú máske reiðist, en ég held þú sjáir síðar, að ég eftir mála-
vöxtum ’ hef ráðið það sem ráðlegast var.
í von um að finna þig í sumar og við getum byggt kk aftur að vetri og
vori, kveð ég þig vinarkveðju.
Þinn einl.
Tr. Gunnarsson.
Odda 21. apríl ’83.
Astkæri vin!
Guð fyrirgefi mér hvað ég syndga upp á náðina og set þig í vanda og
vafs með kirkjuþrefinu. Kæra þökk fyrir marzbréfið (sic). Bezt er eins og þú
segir að láta allt standa óafgert þar til fundum okkar gæti borið saman í
sumar. — Máske maður fengi kkjuna upp á Bakkann síðari part sumarsins.
Ég ætla héðan af að eiga undir að sú gamla standi árlangt af vana, ef ekki
öðruvísi. Biskup kveðst ekki hafa getað fengið lán úr landssjóði, en sent
þér þær 1200 kr., sem kkjan átti til í sparisj óðinum. Ef þú ekki brúkar
þessa peninga, þá mega þeir geymast hjá þér. Ég hugga mig við, að þú
hafir ennþá sloppið hjá kröggum og skal gera allt mitt bezta til að láta
þetta mál ekki verða þér sjálfum til kostnaðar eða vandræða. - Þú ættir
að hafa ausið nógu fé í mig, sem engu launa þér nema með hug og hjarta-
lagi. Annars stend ég hálfskítt í því hvað afkomu snertir, þó búið sé að nafn-
inu til töluvert. Mig vantaði allt til að taka þennan stað í þvílíku ári, og hér
er allt þversum og fénaður bráðónýtur og brauðið ekki hálft við það sem
mér var matið það, ekki 2000 kr. allt og allt, þó það gyldist. Sighvatur alþm.1
og 2 aðrir hafa nú skoðað skemmdir þess og matið að nýju og hzt ekki á,
enda ráða til að taka afgjaldið strax af nema 300 kr. og eftir gefa mér hvern
eyri af því, sem á er fallið, nl. 1400 kr., landssjóðsgjald 2ja ára. Við það
ætti ég reyndar að rétta við dálítið; en þó maður hafi eitthvað, ézt það
hér út óðara aftur, því sulturinn gengur hér næst lífi manna, þrátt fyrir
hinar miklu og veglegu gjafir. Sýslustj órnin er líka bráðónýt og gengur
ekki eftir gjöfunum heldur en ídiót, en mér einum er ekki anzað. Hefir
svo þessi sýsla, sem mest missti, fengið minnst. Hefði ég getað siglt í fyrra,
hefði hetur farið. 4--5000 kr. hafa þó hingað fengizt frá Noregi og Englandi
fyrir mín bréf og blaðagreinir í útlöndum.
1 Sighvatur Árnason (1823-1911), óðalsbóndi í Eyvindarholti, alþingismaður, hrepp-
stjóri og dannebrogsmaður.
19 TMM
289