Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 87
lega verður reynslan að skera úr
því.
Bók doktorsefnis nefnist The
Pronominal Dual in Icelandic eða
Tvítala í íslenzkum fornöfnum. Um
markmið ritgerðarinnar segir höf-
undur í formálsorðum: „Markmið
þessarar rannsóknar er að athuga
notkun og þróun tvítölu í persónu-
og eignarfornöfnum í íslenzku og al-
veg sérstaklega hvarf hennar.“
Titill bókarinnar og útskýring
doktorsefnis á markmiði rannsóknar
sinnar gefa tilefni til nokkurra hug-
leiðinga. Hann notar hugtakið tví-
tala í hefðbundinni merkingu, og
skal ég ekki gagnrýna hann fyrir það.
En ég vík aðeins að þessu atriði síð-
ar. Hins vegar verður þess vart, að
höfundur hefir mjög víða útsýn í
málfræði og leyfir sér að nota þær
aðferðir, sem hann hyggur eiga bezt
við hverju sinni. Af bókinni má
ráða, að doktorsefni tekur sjálfstæða
afstöðu, fylgir engri sérstakri for-
múlu, heldur beitir sínu skynsamlega
viti við hvert vandamál, sem upp rís.
Þekking doktorsefnis á verkefni
sínu er mjög víðtæk. Hann hefir
kynnt sér þróun tvítölu í fjölmörgum
málum og mállýzkum, jafnt indó-
germönskum sem öðrum, og rit, sem
um þessi efni hafa verið skrifuð. Þótt
bók doktorsefnis sé ekki stór, liggur
að baki henni geysimikil vinna: lest-
ur rita og ritgerða, gagnasöfnun,
flokkun gagna og skýring auk allrar
Andmœlarœða
handavinnu, sem samfara er slíkum
ritum.
Villur hefi ég fáar fundið í hók-
inni, en ég tek fram, að ég hefi ekki
lesið hana með hliðsjón af þessu at-
riði. Ég get þó ekki látið hjá líða að
benda á þrjár. Á bls. 94 stendur var
í stað war í þýzkri tilvitnun. Á bls.
18 stendur í tilvitnun í handrit Jóns
Grunnvíkings AM 433 fol: an vobis
ipsis sidibus canitis. Af sambandinu
einu sést, að standa á fidibus í stað
sidibus, enda getur fides merkt
„strengjahljóðfæri, lúta“ eða annað
þess konar. Auk þess er röng tilvitn-
un til greinar á bls. 59, og er það
bagalegt, en um það verður síðar
rætt.
Titil bókar doktorsefnis má ekki
misskilja þannig, að bókin fjalli ein-
göngu um tvítölu í íslenzkum for-
nöfnum. í fyrsta lagi nær efni hennar
langt út fyrir íslenzku, eins og á hefir
verið minnzt. En auk þess ber að
athuga, að tvítala er þáttur í sérstöku
kerfi, þannig að ekki verður um hana
talað af skynsemd nema miða hana
við aðra þætti þessa kerfis, þ. á m.
eintölu og fleirtölu. Það er nú almenn
stefna að rannsaka ekki hvert mál-
fyrirbæri einangrað, heldur sem hluta
af kerfi. Talnakerfi fornafna getur
verið með ýmsu móti í mismunandi
málum, en ef miðað er við fornís-
lenzkt fomafnakerfi eru tölur þess
þrjár: eintala, tvítala og fleirtala.
Þetta kerfi hefir breytzt, eins og rakið
293