Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 91
Andmœlarœða greindum, þegar um „ríkar persón- ur“ var að ræða. En það hnekkir síð- ur en svo þeirri fullyrðingu doktors- efnis, að c (fleirtöluformið) var stundum notað í eintölumerkingu. Hitt er mér til efs, að höfundur geri nógu mikið úr þessum ruglingi eða þessari víxlun. Hann segir á bls. 51- 52, að hefðarfleirtölu og eintölu sé oft (frequently) víxlað. Eftir mínum athugunum mundi vera nær sanni að segja, að þessi víxlun væri algeng eða jafnvel meira. En til þess að skera úr þessu þyrfti vitanlega töl- fræðilega athugun, sem hvorugur okkar hefir gert. A þessu stigi verður því ekki úr málinu skorið. Á Fljótsdælu allri gerði ég allræki- lega rannsókn, að því er varðaði for- nafnanotkun, og athugaði m. a. rugl- aðar véranir og þéranir. Talið er al- mennt, að Fljótsdæla sé miklu yngri en aðrar fslendingasögur. Gert hefir verið ráð fyrir, að hún væri rituð á fyrri hluta 16. aldar, og hún er til í handriti frá 1600-1630, sbr. fsl. fornr. XI, xcviii. Þessa tímasetningu vil ég ekki ábyrgjast, en ef hún væri rétt, væri sagan einhver hezta heimild um fornafnanotkun á 16. öld. En heyrt hefi ég þá rödd, að sagan muni vera miklu eldri, en örugglega er hún frá því skeiði, sem ég nú fjalla um. Bækur, sem helzt er við að styðjast frá 16. öld, eru þýddar bækur, sem kunna að bera keim af frummálinu, þ. e. málinu, sem úr er þýtt. Ég skal nú taka tvö dæmi úr Fljótsdælu um sams konar víxlun og ég hefi nú um sinn gert að umtalsefni. Fyrra dæmið er úr samtali, sem Ásbjörn veggham- ar átti við Ketil þrym: Nú ætlaði ek at ek munda hafa heimsótt höfðingja, er þér eruð. En ek [sé,] at enginn er í þér dugr, at þér rekið aldrigi vórra harma, þó at oss sé skammir gjörvar. ísl. fornr. XI, 262. Áshjörn notar hér þrisvar ek um sjálfan sig, einu sinni vórra og einu sinni 055. Hann þérar Ketil tvisvar, en þúar einu sinni. Hitt dæmið er á þessa leið: Jarl kvað hann þess ekki þurfa at forvitnast, - „því at þat skiptir þik öngu. Þú munt ekki at því gjöra, ok hafð’w öngva þökk fyrir fréttina. Forvitnizt þér þat margt, at yðr er engi þörf á. ísl. fornr. XI, 224. Hér þúar Björgúlfr Hjaltlandsjarl Þorvald Þiðrandason þrisvar, en þér- ar hann tvisvar. Úr Fljótsdælu mætti taka fjölmörg slík dæmi, en þessi verða látin nægja. Dæmin úr þessari bók sýna, að áður- nefnd víxlun er þar sízt minni en til dæmis í Laxdælu. Ég skýt því hér fram, hvort ekki kunni hér að vera um að ræða tízku í frásagnarstíl. En snúum okkur nú að annarri tegund „ríkra persóna“ en þeirra, 297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.