Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 91
Andmœlarœða
greindum, þegar um „ríkar persón-
ur“ var að ræða. En það hnekkir síð-
ur en svo þeirri fullyrðingu doktors-
efnis, að c (fleirtöluformið) var
stundum notað í eintölumerkingu.
Hitt er mér til efs, að höfundur geri
nógu mikið úr þessum ruglingi eða
þessari víxlun. Hann segir á bls. 51-
52, að hefðarfleirtölu og eintölu sé
oft (frequently) víxlað. Eftir mínum
athugunum mundi vera nær sanni að
segja, að þessi víxlun væri algeng
eða jafnvel meira. En til þess að
skera úr þessu þyrfti vitanlega töl-
fræðilega athugun, sem hvorugur
okkar hefir gert. A þessu stigi verður
því ekki úr málinu skorið.
Á Fljótsdælu allri gerði ég allræki-
lega rannsókn, að því er varðaði for-
nafnanotkun, og athugaði m. a. rugl-
aðar véranir og þéranir. Talið er al-
mennt, að Fljótsdæla sé miklu yngri
en aðrar fslendingasögur. Gert hefir
verið ráð fyrir, að hún væri rituð á
fyrri hluta 16. aldar, og hún er til í
handriti frá 1600-1630, sbr. fsl.
fornr. XI, xcviii. Þessa tímasetningu
vil ég ekki ábyrgjast, en ef hún væri
rétt, væri sagan einhver hezta heimild
um fornafnanotkun á 16. öld. En
heyrt hefi ég þá rödd, að sagan muni
vera miklu eldri, en örugglega er hún
frá því skeiði, sem ég nú fjalla um.
Bækur, sem helzt er við að styðjast
frá 16. öld, eru þýddar bækur, sem
kunna að bera keim af frummálinu,
þ. e. málinu, sem úr er þýtt. Ég skal
nú taka tvö dæmi úr Fljótsdælu um
sams konar víxlun og ég hefi nú um
sinn gert að umtalsefni. Fyrra dæmið
er úr samtali, sem Ásbjörn veggham-
ar átti við Ketil þrym:
Nú ætlaði ek at ek munda hafa
heimsótt höfðingja, er þér eruð.
En ek [sé,] at enginn er í þér dugr,
at þér rekið aldrigi vórra harma,
þó at oss sé skammir gjörvar. ísl.
fornr. XI, 262.
Áshjörn notar hér þrisvar ek um
sjálfan sig, einu sinni vórra og einu
sinni 055. Hann þérar Ketil tvisvar,
en þúar einu sinni.
Hitt dæmið er á þessa leið:
Jarl kvað hann þess ekki þurfa at
forvitnast, - „því at þat skiptir þik
öngu. Þú munt ekki at því gjöra,
ok hafð’w öngva þökk fyrir fréttina.
Forvitnizt þér þat margt, at yðr er
engi þörf á. ísl. fornr. XI, 224.
Hér þúar Björgúlfr Hjaltlandsjarl
Þorvald Þiðrandason þrisvar, en þér-
ar hann tvisvar.
Úr Fljótsdælu mætti taka fjölmörg
slík dæmi, en þessi verða látin nægja.
Dæmin úr þessari bók sýna, að áður-
nefnd víxlun er þar sízt minni en til
dæmis í Laxdælu. Ég skýt því hér
fram, hvort ekki kunni hér að vera
um að ræða tízku í frásagnarstíl.
En snúum okkur nú að annarri
tegund „ríkra persóna“ en þeirra,
297