Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
véranir. Þetta er órannsakað mál, og
þori ég ekki að fullyrða neitt um það.
En á það vil ég undir lokin benda,
að orðaforðinn og breytingar hans
og breytingar á notkun hans standa
í nánum tengslum við menningu
þjóðfélagsins, þannig að alltaf verð-
ur að hafa í huga, hvort ný tízka í
menningarháttum sé ekki undirrót
breytinga í málnotkun. Ég segi engan
veginn, að doktorsefni gangi fram
hjá þessu, en mér virðist, að hann
hefði að þessu leyti mátt kafa dýpra.
Á þeirri tilgátu, sem doktorsefni
skýtur fram, að b fær merkingu c
stafi af hneigð til einföldunar beyg-
ingarkerfisins, hefi ég ekki trú, sbr.
bls. 98-99. í rauninni varð engin
formleg einföldun á fornafnakerfinu
önnur en sú, að hin fornu eignar-
fornöfn hurfu um svipað leyti eða
nokkru fyrr. En að vísu má benda á
dæmi einföldunar í beygingum ann-
arra orðflokka frá svipuðum tíma,
en ekki að verulegu ráði. Einhvern
veginn hefir beygingarkerfið balað í
öllum atriðum, sem miklu máli
skipta, án þess að hægt sé að tala um
verulega einföldun frá fornmáli til
nútímamáls.
Sjötti kafli bókarinnar fjallar um
lærða notkun fomafna i nútíma-
islenzku. Doktorsefni ræðir áður, bls.
66, skoðanir þeirra Oscars Jones og
Brunos Kress um þelta atriði. Ég tel
þetta efni allt of lítið rannsakað til
þess, að hægt sé að segja nema und-
an og ofan af um það og mun því
sleppa að ræða það hér.
Ég vil að lokum óska doktorsefni
til hamingju með vel unnið verk um
forvitnilegt viðfangsefni. Til þess
að leysa það af hendi hefir hann
þurft mikla natni og þrautseigju,
skerpu og skýrleik í hugsun og kunn-
áttu í fræðilegum vinnubrögðum.
Slíkt verk verður ekki unnið án þess
að beita sjálfan sig hörku og hafa
þá vitsmuni til að bera, sem fræði-
legar ályktanir verður að reisa á.
308
V