Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 107
um. Þegar konungur og affall voru lagðir undir fallöxina þá var aðeins fullnægt sögulegum réttlætisdómi. Þegar litið er yfir þann hluta byltingar- sögunnar, er Mathiez skráði í þessu riti má á yfirborðinu skipta henni í þrennt eftir fulltrúasamkundum: Þ jóðsamkom- unni, Löggjafarþinginu og Þjóðþinginu (konventunni). En saga byltingarinnar yrði æði beinaber og einhliða, ef hún væri skráð að mestu með þingtíðindin ein að heim- ildum. Afdrifaríkustu dáðir byltingarinnar voru drýgðar utan veggja fulltrúaþing- anna. Oftar en ekki gegndu þessi þing litlu meira en starfi skrifarans: þau skráðu lögin, er múgur götunnar og bændur sveitabyggðanna höfðu sjálfir sett þjóS- félaginu, og höfðu að fjöðurstaf spjót og kesju, heykvísl og komsigð. Alþýðan, fólk- ið - dulúðugt hugtak og ekki óskylt því dóti sem geymt er í ruslakistu - tók sér á ferli byltingarinnar tignarnafnið þjóð - la nation. Því dýpra sem plógur byltingar- innar risti svörð hins franska þjóðfélags því fleiri urðu liSsmennirnir sem skipuðu sér um hana henni til trausts og halds, á heimavígstöSvunum gegn samblæstri hinna gömlu valdastétta og á vígstöðvum utan landamæranna og innan. Fyrir þrýsting lág- stéttanna svignuðu fulltrúaþing bvltingar- innar og þær áttu ekki lítinn þátt í flokka- skiptingunni og pólitískum samþykktum og ákvörðunum þinganna. Hámarki nær byltingin árið II, samkvæmt hinu nýja tímatali (júlí 1793—júlí 1794), ári hins mikla terrors, er Jakobínar eða Fjallflokk- urinn ríktu með fullu alræði. Aldrei hafði byltingin og Frakkland sjálft verið stödd í slíkum háska. Á þessum misserum hafði sagan náð þeim áfanga á ferli sínum, að leggja varð byltingu og föðurland aS jöfnu. SíSbuxar Parísar og Jakobínar meS Robes- pierre og vini hans aS forustuliði afstýrSu voðanum bæði á heimavígstöðvum borgara- Umsagnir um bœkur styrjaldarinnar og á vígvöllum þeim þar sem barizt var við innrásarheri evrópskra þjóðhöfðingja og aðalborna franska flótta- menn. Ognarstjórnin neyddist til að gera ýmsar þær ráðstafanir, er skertu liið ginn- helga lögmál byltingarinnar: einkaeignar- réttinn og markaðslögmál framboðs og eft- irspumar. Þessar ráðstafanir teygðu bylt- inguna út á yztu nöf, að þeim mörkum, er borgaralegt eðli hennar minntist við ókunna sósíalíska þjóðfélagshætti. Jakob- ínaflokkurinn var pólitískur fulltrúi hinna róttæku frönsku lágstétta, síðbuxarnir voru skipulögð samtök þeirra, með nokkru ívafi verkamanna og öreiga í nútímaskilningi. Þegar stofnað var til samsæris gegn Robes- pierre og félögum hans innan konventunn- ar eða þjóðþingsins þá brást lýðurinn þeim í fyrsta skipti. Alvaldsbogi hinnar borgaralegu byltingar hafði verið spennt- ur svo hátt, að strengur hans hlaut að bresta fyrr eða síðar. Franska byltingin komst í rauninni hæst, er hún lögfesti jafn- rétti allra manna fyrir lögunum og síðar jafnan kosningarétt í stjórnarskránni 1793, sem raunar var aldrei framkvæmdur. En jafnvel róttækustu foringjar byltingarinnar stóðu ráðalausir andspænis efnahagslegu og félagslegu jafnrétti. Ekki svo að skilja að þeir skynjuðu ekki ójöfnuðinn í þessum efnum. En þeir eygðu hann aðeins í af- straktri mynd auðs og fátæktar. Þeir vildu brúa þetta bil og að hætti hins ósundur- greinda lýðs smáborgarastéttarinnar var fé- lagsleg samfélagshugsjón þeirra frjálsir smábændur og smáframleiðendur. Þeim skildist ekki að þróun borgaralegs þjóð- félags hlaut ófrávíkjanlega að safna auðn- um á fárra hendur og ganga af smælingj- um framleiðslunnar dauðum eða ánauð- ugum stórauðvaldinu. Þjóðfélagshug- sjón Robespierres og félaga hans var draumur, sem gat ekki rætzt. Þar fékk hin flugbeitta fallöxi byltingarinnar við ekkert 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.