Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 119
Listin að koma á varnarsamningum Ibúum Uruguay var þó enn (1950-1952) ókunnugt um, að styrjaldarhættan - drif- fjöður og undirrót allra þessara óhugnanlegu samninga - var hreinn uppspuni stórveld- isins og hafði þann eina tilgang að hraða hernámi Suður- og Mið-Ameríku. Þess hefur áður verið getið, að til þess að réttlæta Rio-samþykktirnar (1947) voru þau boð látin ganga um alla heimsálfuna, og stagast á þeim af tungulipurð smjaðrarans, með spá- mannlegum ákafa, að þriðja heimsstyrjöldin myndi bresta á í ágúst það ár. Goes Mont- eiro hershöfðingi, hermálaráðherra Brasilíu, hafði sagt í ágúst 1946: „Þriðja heimsstyrj- öldin er ískyggilegur möguleiki sem ógnar friði og öryggi hér í álfu“. Þá voru síðustu forvöð ... Við skulum undirrita samninginn; við skulum þiggja vopnin; við skulum greiða and- virði þeirra fyrirfram; við skulum láta fara vel um bandarísku hershöfðingjana og liðs- foringjana; við skulum afhenda þeim hernaðarleyndarmálin til að þeir geti varið land okkar; við skulum hleypa þeim gegnum tollbúðirnar; við skulum afnema skattana; við skulum verja helmingnum af ríkistekjunum til kaupa á vopnum og varningi í Banda- ríkjunum; við skulum veita heimspeki hins frjálsa framtaks opinbera viðurkenningu (at- hafnafrelsi á hafinu í anda Drakes og Morans); við skulum viðurkenna húsbóndavald liermálaráðherra Bandaríkjanna (General Motors) og láta setja lög til að þagga niður mótmæli þjóðarinnar. Fljótt, fljótt, fljótt! Rússarnir sækja fram á Saragossahafinu! Nú er komið fram á árið 1961. Fimmtán ár eru liðin. Rússarnir hafa enn ekki hleypt heimdraganum, enda hefur það aldrei hvarflað að þeim að hernema Suður- og Mið- Ameríku. En fjárhagur okkar er í molum, í upplausn vegna hins skilyrðislausa framsals hráefna okkar; andlit okkar eru orðin hrukkótt af hinum sífelldu uppgerðarbrosum sem eru ætluð húsbændum okkar; íbúar Suður- og Mið-Ameríku eru orðnir bakveikir af linnulausum hneigingum fyrir hinum þaulsætnu bandarísku gestum - verndurunum, frelsishetjunum, kaupendunum, seljendunum, útflytjendunum, endurseljendunum og end- ur-útflytjendunum. Or Hákarlinn og sardínurnar, eftir Juan José Arévalo, fyrrum forseta Guetemala (Reykjavík 1962). 325
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.