Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 119
Listin að koma á varnarsamningum
Ibúum Uruguay var þó enn (1950-1952) ókunnugt um, að styrjaldarhættan - drif-
fjöður og undirrót allra þessara óhugnanlegu samninga - var hreinn uppspuni stórveld-
isins og hafði þann eina tilgang að hraða hernámi Suður- og Mið-Ameríku. Þess hefur
áður verið getið, að til þess að réttlæta Rio-samþykktirnar (1947) voru þau boð látin
ganga um alla heimsálfuna, og stagast á þeim af tungulipurð smjaðrarans, með spá-
mannlegum ákafa, að þriðja heimsstyrjöldin myndi bresta á í ágúst það ár. Goes Mont-
eiro hershöfðingi, hermálaráðherra Brasilíu, hafði sagt í ágúst 1946: „Þriðja heimsstyrj-
öldin er ískyggilegur möguleiki sem ógnar friði og öryggi hér í álfu“.
Þá voru síðustu forvöð ...
Við skulum undirrita samninginn; við skulum þiggja vopnin; við skulum greiða and-
virði þeirra fyrirfram; við skulum láta fara vel um bandarísku hershöfðingjana og liðs-
foringjana; við skulum afhenda þeim hernaðarleyndarmálin til að þeir geti varið land
okkar; við skulum hleypa þeim gegnum tollbúðirnar; við skulum afnema skattana; við
skulum verja helmingnum af ríkistekjunum til kaupa á vopnum og varningi í Banda-
ríkjunum; við skulum veita heimspeki hins frjálsa framtaks opinbera viðurkenningu (at-
hafnafrelsi á hafinu í anda Drakes og Morans); við skulum viðurkenna húsbóndavald
liermálaráðherra Bandaríkjanna (General Motors) og láta setja lög til að þagga niður
mótmæli þjóðarinnar. Fljótt, fljótt, fljótt! Rússarnir sækja fram á Saragossahafinu!
Nú er komið fram á árið 1961. Fimmtán ár eru liðin. Rússarnir hafa enn ekki hleypt
heimdraganum, enda hefur það aldrei hvarflað að þeim að hernema Suður- og Mið-
Ameríku. En fjárhagur okkar er í molum, í upplausn vegna hins skilyrðislausa framsals
hráefna okkar; andlit okkar eru orðin hrukkótt af hinum sífelldu uppgerðarbrosum sem
eru ætluð húsbændum okkar; íbúar Suður- og Mið-Ameríku eru orðnir bakveikir af
linnulausum hneigingum fyrir hinum þaulsætnu bandarísku gestum - verndurunum,
frelsishetjunum, kaupendunum, seljendunum, útflytjendunum, endurseljendunum og end-
ur-útflytjendunum.
Or Hákarlinn og sardínurnar,
eftir Juan José Arévalo, fyrrum forseta Guetemala (Reykjavík 1962).
325