Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 6
Tímarit Máls og menningar þinga um þessar afleiðingar vígbúnaðarkapphlaups og ógnarjafnvægis, ekki síst þar sem sálarnauðin er farin að láta á sér kræla í hagskýrslunum með því að standa framleiðslunni fyrir þrifum og íþyngja heilbrigðiskerfinu. Það gefur auga leið að í slíkum ógöngum getur ekki ríkt almenn bjartsýni á tilveruna hvaðþá hin óbilandi framfaratrú 19. aldar sem ól af sér, í anda frjálshyggju jafnt og sósíalisma, stórbrotnar sýnir af nærtækum draumalöndum og efaðist ekki um að skynsemi efnishyggjunnar, vísindin, framleiðnin og auðlegð jarðarinnar gætu fært mönnum allsnægtir og gáska í geð. Nú er þriðjungur mannkynsins vannærður. Og gáskinn er það sem Einar Benedikts- son kallaði „uppgert fjör“ og getur ekki verið neitt annað. Djúpstæð lífgleði er óhugsandi svo lengi sem mannkynið verður að búa við hættu á eigin tortímingu. Og engin framfaratrú nær lengra en á frasastigið á meðan framtíð jarðarinnar er einsog hvert annað fjöregg sem risaveldin kasta á milli sín af síauknum hraða og geta misst þá og þegar. Að baki þeim hressleika, sem hnignandi menning Vesturlanda falbýður sem gæðavöru undir merkinu „keep smiling", býr örvænt- ing sem verður ekki deyfð til lengdar með hefðbundnum meðulum einsog eignasöfnun, ofneyslu, vímugjöfum og afþreyingu. Enginn er svo dofinn eða illa blekktur að hann gangi skælbrosandi á vit gereyðingar. Þetta vita mæta vel þeir smáathafnamenn sem nú spretta hvarvetna upp og telja sig geta selt fólki slíka undraskammta af sálvísindum og íhugunarfræðum að það öðlist með þeim „innri ró“. Við þessar aðstæður verður öll menning krampakennd og ónáttúruleg. Jafnvel undirstöðuþættir þess mannlífs sem lifað hefur verið frá ómunatíð, einsog hjúskapur, barneignir og uppeldi, verða áreynslukenndir af meðvituðum eða ómeðvituðum ótta við hugsanlegt framtíðarleysi. Tilgangur hverskyns menningar- og stjórnmálaviðleitni verður óviss af þeirri ástæðu að árangrinum, raunverulegum sem ímynduðum, er stöðugt stefnt í voða. Háleitum hugsjónum er drekkt í vonleysi jafnóðum og þær koma fram. Fólk einbeitir kröftum sínum að líðandi stund, oftar en ekki með því að rífa sig uppí einsýnisáhuga sem er ekki í neinu samræmi við tilefnið. Það er til að mynda ekki lítil orka sem íslendingar eyða í skipan framboðslista, semsé hvort þessi gosi eigi að vera fyrir ofan hinn eða öfugt, á sama tíma og þeir kæra sig kollótta um hægfara hrun íslenska þjóðríkisins, svo ekki sé minnst á vígbúnaðarkapphlaup og gereyðingarhættu. Eða allt ofurkappið sem fjöldinn, með nokkra slynga pen- ingamenn í broddi fylkingar, leggur á „frjálsa fjölmiðlun". Frelsið skal ekki síst vera frelsi einstaklingsins til að moða úr sem mestri afþreyingu til að deyfa með ótta sinn og tómleika. Hér er vitleysan komin í hring. Oeðlilegt ástand verður eðlilegt skilyrði þess að viðhalda óeðlilegu ástandi. En þetta eru aðeins tvö smádæmi um megintilhneigingu vestrænnar menningar, semsé að horfast ekki í augu við aðalatriði sem tengjast framtíðinni heldur flýja þau af sama krafti og barist er fyrir aukaatriðum sem takmarkast við núið. Þessarar tilhneigingar gætti vissulega fyrir daga kjarnorkunnar. En það er fyrst núna sem hún verður 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.