Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 11
Um ríkiskenningu Marx getur stutt borgaralega pólitík „marxískum" rökum, með því að leita fanga í þeim verkum Marx þar sem ríkiskenningin er lítt mótuð og áður en dregnir höfðu verið lærdómar af síðari þróun. Kautsky gat réttlætt kenningu sína um verkalýðsvöld án þess að hróflað væri við þorgaralegu ríki með tilvitn- unum í Kommúnistaávarpið, enda er ekkert þar að finna um valdatöku verkalýðsins annað en það að hann muni skipuleggja sig sem ríkjandi stétt án þess að kveða nánar á um hvers eðlis verkalýðsríkið yrði. Misheppnuðu verkalýðsbyltingarnar 1848 og 1871 lögðu þar til dýrmæta reynslu, en það var einmitt fram hjá henni sem Kautsky og þýsku sósíal-demókratarnir kusu að horfa og höfnuðu hvers konar röskun á borgaralega ríkinu. í Ríki og byltingu tekur Lenín upp þráðinn frá Parísarkommúnunni og bætir við reynslu af rússnesku byltingunni 1905 og febrúarbyltingunni 1917. í meginatriðum sýnist mér niðurstaða hans vera þessi: í umfjöllun um ríkið ber að gera greinarmun á ríkisvaldi og ríkisvél. Ríkisvald táknar yfirráðin en ríkisvél það sem gerir þessi yfirráð möguleg; valdastofnanir á borð við her, embættismannakerfi, þing, osfrv. í hinum borgaralegu byltingum frá og með 1789 er spurningin fyrst og fremst um ríkisvaldið, hvernig borgarastéttin hagar þessum völdum, hvern- ig hún skiptir þeim upp innbyrðis, osfrv. í kjölfar hverrar byltingar lagar sigurvegarinn ríkisvaldið að sínum hagsmunum en ríkisvélin, valdastofnan- irnar taka ekki miklum stakkaskiptum svo framarlega sem þær gegna hlutverki sínu: að viðhalda stéttarvöldum og arðráni. Verkalýðsbyltingin er fyrsta bylting sem hefur að verkefni að afnema arðránssamfélag og stéttaátök og þar af leiðandi ríkið sem valdatæki. Hún getur því ekki látið staðar numið að fengnum ríkisvöldum, heldur verður hún einnig að ráðast að þessum valdastofnunum sem eru sprottnar úr arðránsjarðvegi stéttaþjóðfélaga og eru hannaðar til að næra og viðhalda stéttaþjóðfélagi. Verkalýðsbyltingin þarf að skrúfa í sundur hina borg- aralegu ríkisvél og koma á fót starfsstofnunum sem hafa það tvíþætta hlutverk að gera gangverk auðvaldsskipulagsins óvirkt og gangsetja sam- eignarskipulagið. Þetta tímabil nefndi Lenín alræði öreiganna, að hætti Marx, og vildi með því tákna ríkisvald hinna vinnandi stétta undir forystu verkalýðsins á tímabilinu kenndu við sósíalisma eða jafnaðarskipulag (auðvaldsskipulag —>■ jafnaðarskipulag —* sameignarskipulag). Ríkisvald auðvaldsskipulagsins er alræði borgarastéttarinnar og miðar að því að skipta upp völdum innan borgaralegra marka. Inntak þessa ríkisvalds er arðrán borgarastéttar á verkalýð (b/v). Ríkisvald jafnaðarskipulagsins er alræði öreiganna en öndvert við alræði borgarastéttarinnar er inntakið ekki arðrán, t. d. arðrán verkalýðs á borg- 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.