Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 11
Um ríkiskenningu Marx
getur stutt borgaralega pólitík „marxískum" rökum, með því að leita fanga í
þeim verkum Marx þar sem ríkiskenningin er lítt mótuð og áður en dregnir
höfðu verið lærdómar af síðari þróun. Kautsky gat réttlætt kenningu sína
um verkalýðsvöld án þess að hróflað væri við þorgaralegu ríki með tilvitn-
unum í Kommúnistaávarpið, enda er ekkert þar að finna um valdatöku
verkalýðsins annað en það að hann muni skipuleggja sig sem ríkjandi stétt
án þess að kveða nánar á um hvers eðlis verkalýðsríkið yrði. Misheppnuðu
verkalýðsbyltingarnar 1848 og 1871 lögðu þar til dýrmæta reynslu, en það
var einmitt fram hjá henni sem Kautsky og þýsku sósíal-demókratarnir
kusu að horfa og höfnuðu hvers konar röskun á borgaralega ríkinu.
í Ríki og byltingu tekur Lenín upp þráðinn frá Parísarkommúnunni og
bætir við reynslu af rússnesku byltingunni 1905 og febrúarbyltingunni
1917. í meginatriðum sýnist mér niðurstaða hans vera þessi:
í umfjöllun um ríkið ber að gera greinarmun á ríkisvaldi og ríkisvél.
Ríkisvald táknar yfirráðin en ríkisvél það sem gerir þessi yfirráð möguleg;
valdastofnanir á borð við her, embættismannakerfi, þing, osfrv.
í hinum borgaralegu byltingum frá og með 1789 er spurningin fyrst og
fremst um ríkisvaldið, hvernig borgarastéttin hagar þessum völdum, hvern-
ig hún skiptir þeim upp innbyrðis, osfrv. í kjölfar hverrar byltingar lagar
sigurvegarinn ríkisvaldið að sínum hagsmunum en ríkisvélin, valdastofnan-
irnar taka ekki miklum stakkaskiptum svo framarlega sem þær gegna
hlutverki sínu: að viðhalda stéttarvöldum og arðráni.
Verkalýðsbyltingin er fyrsta bylting sem hefur að verkefni að afnema
arðránssamfélag og stéttaátök og þar af leiðandi ríkið sem valdatæki. Hún
getur því ekki látið staðar numið að fengnum ríkisvöldum, heldur verður
hún einnig að ráðast að þessum valdastofnunum sem eru sprottnar úr
arðránsjarðvegi stéttaþjóðfélaga og eru hannaðar til að næra og viðhalda
stéttaþjóðfélagi. Verkalýðsbyltingin þarf að skrúfa í sundur hina borg-
aralegu ríkisvél og koma á fót starfsstofnunum sem hafa það tvíþætta
hlutverk að gera gangverk auðvaldsskipulagsins óvirkt og gangsetja sam-
eignarskipulagið.
Þetta tímabil nefndi Lenín alræði öreiganna, að hætti Marx, og vildi með
því tákna ríkisvald hinna vinnandi stétta undir forystu verkalýðsins á
tímabilinu kenndu við sósíalisma eða jafnaðarskipulag (auðvaldsskipulag —>■
jafnaðarskipulag —* sameignarskipulag).
Ríkisvald auðvaldsskipulagsins er alræði borgarastéttarinnar og miðar að
því að skipta upp völdum innan borgaralegra marka. Inntak þessa ríkisvalds
er arðrán borgarastéttar á verkalýð (b/v).
Ríkisvald jafnaðarskipulagsins er alræði öreiganna en öndvert við alræði
borgarastéttarinnar er inntakið ekki arðrán, t. d. arðrán verkalýðs á borg-
129