Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 14
Svanur Kristjánsson: Hugmyndir Marx um lýðræði og sósíalisma Karl Marx skrifaði mikið um stjórnmál og eftir hann liggja fjöldamörg verk. Markmið mitt með þessari grein er ekki að setja fram heilaga túlkun á ritum Marx, greinin er skrifuð til íhugunar um tengsl lýðræðis og sósíalisma í verkum Marx.11 Fyrst mun ég reifa í stuttu máli hugmyndir frjálshyggjunnar um tengsl einstaklinga og ríkisvalds. Með frjálshyggju á ég ekki við þá ósköp auðvirðulegu peninga- og nauðhyggju sem menn hafa slegið um sig á síðustu árum, heldur hefðbundnar frjálshyggjuhugmyndir um tengsl ein- staklinga og ríkisvalds. Hugmyndir Marx mótuðust af gagnrýninni með- höndlun hans á frjálshyggjunni. Menn geta því ekki vænst þess að öðlast skilning á ritum Marx án þess að kunna eitthvað fyrir sér í henni. Að lokum mun ég ræða hugmyndir Marx um baráttuleiðir. Meginhugmyndir frjálshyggjunnar um tengsl einstaklinga og ríkisvalds má taka saman á eftirfarandi hátt: 1) menn hafa bundist samtökum um að mynda yfirvald; 2) yfirvaldinu er veitt vald samkvæmt samningi við þegnana; 3) brjóti yfirvaldið samninginn hafa þegnarnir ekki aðeins rétt á að breyta þessu yfirvaldi — gera byltingu — þeim ber raunar skylda til þess. Þessar hugmyndir frjálshyggjunnar koma skýrt fram í Sjálfstæðisyfir- lýsingu Bandaríkjanna 1776, en á þeim tíma voru þær mjög byltingarkennd- ar. Ríkjandi var sú hugmynd, að ríkisvaldið — oftast einvaldskonungur — hefði þegið vald sitt frá æðri máttarvöldum, Guði almáttugum, og enginn dauðlegur máttur megnaði eða dirfðist að skera á þau tengsl. Með frjálshyggjunni er ríkisvaldið hins vegar gert veraldlegt — dauðlegt — og því sjálfsagt og raunar skylt að breyta því, fari það út fyrir sín mörk. Frjálshyggjumenn lögðu þessar hugmyndir til grundvallar er þeir hófu síðan að skilgreina frelsið, þ. e. í hverju pólitískt frelsi manna væri fólgið. Skilgreining þeirra á frelsinu var tvíþætt: 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.