Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 15
Hugmyndir Marx um lýðrœði og sósíalisma 1) frelsi er best tryggt með sem minnstum afskiptum ríkisvaldsins af málefnum þegnanna; 2) frelsi er sá möguleiki einstaklingsins að geta valið og hafnað, þ. e. valfrelsi. Augljóst er, að Marx leit á frjálshyggjuna sem framfaraspor. Hann varð landflótta frá Þýskalandi einmitt fyrir það að halda uppi keimlíkum hug- myndum. Hjá Marx kemur fram alla ævi, að hann vissi gjörla hversu framfarasinnaðar þessar hugmyndir voru, a. m. k. miðað við það ástand er ríkti í heimalandi hans, Þýskalandi. Greiningu Marx á frjálshyggjunni má orða á eftirfarandi hátt: frjálshyggj- an skiptir þjóðfélaginu niður í tvö svið þar sem harla ólík lögmál gilda. Annars vegar er hið pólitíska samfélag og þar gildir það lögmál, að allir séu jafnir. Hins vegar er hið borgaralega samfélag, efnahagsstarfsemi fram- leiðslunnar, þar sem markaðshyggjan á að ríkja óheft. Lögmál hins pólitíska samfélags er formgert með jöfnum kosningarétti og þróun hins pólitíska samfélags nær raunar hápunkti með því að kosningaréttur verður almennur. Ef við lítum aðeins til eigin þjóðfélags er býsna stutt síðan þessum hápunkti frjálshyggjunnar var náð - kosningaréttur varð ekki fullkomlega almennur á íslandi fyrr en árið 1934 þegar þeim, er þegið höfðu af sveit, var veittur þessi réttur. Samkvæmt uppskriftum frjálshyggjunnar þarf aðeins þetta tvennt að koma til, ef menn vilja ná hápunktinum í þróun hins pólitíska samfélags: almennur kosningaréttur og ríkisvald skipað með þeim hætti, er lýst var hér að framan, þ. e. samningur milli yfirvalda og þegnanna, þar sem ríkisvaldið hefur lágmarksafskipti af öðrum málum en þeim að halda uppi lögum og reglu. En nú spyr Marx: Þegar maðurinn hefur öðlast þessi formlegu réttindi — jafnan kosningarétt og þetta skipulag á samskiptum yfirvalds og þegnanna — er hann þar með orðinn frjáls? Marx svarar þessari spurningu neitandi, eins og sósíalisti hlýtur að gera. Marx segir, að þróun pólitísks samfélags, sem í orði byggi á jafnrétti, sé á borði - í hinni hversdagslegu tilveru manna - grundvallað á misrétti í efnahagslífinu. Þróun hins pólitíska samfélags í átt til jafnaðar hefur einnig því hlutverki að gegna að breiða yfir misréttið í hinu borgaralega samfélagi. Astandið sem frjálshyggjan skapar, skipting samfélagsins í tvö svið — hið pólitíska samfélag þar sem jafnréttið gildir og samfélag framleiðslunnar þar sem misréttið ríkir - kallar fram spennu. Menn hafa fyrir framan sig annars vegar lögin með blaktandi jafnrétti og hins vegar daglegt misrétti og ójöfnuð. Þetta ástand endurspeglast í vitund manna — menn verða hvumsa 133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.