Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 25
Hvernig skapast stéttarvitundf
skipar lykilsess í Auðmagninu þar sem fullyrt er, að tengsl manna við hluti
hafi komið í stað mannlegra tengsla.
I Parísarhandritunum er manneskjan vera sem skapar sjálfa sig og sínar
eigin aðstæður. Það sem einkennir efnahagskerfið nú er þetta:
Því meiri auðæfi sem verkamaðurinn skapar, þeim mun fátækari
verður hann. Því fleiri vörur sem hann framleiðir, þeim mun ódýrari
verður varan vinnuafl. Gildi mannheima minnkar í beinu hlutfalli við
vöxt gildis hlutaheimsins.
(MEW: 325-326)
Marx segir, að pólitískri hagfræði sjáist yfir firringuna í eðli vinnunnar,
því pólitíska hagfræðin lítur ekki á hið beina samband sem er á milli
verkamannsins (vinnunnar) og framleiðslunnar:
Rétt er það að vinnan framleiðir dýrgripi fyrir hina ríku, en hún
skapar verkamanninum örbirgð. Hún reisir hallir, en býr verkamann-
inum hreysi.Hún skapar fagra muni, en afskræmir líf verkamannsins.
Hún notar vélar í stað vinnuafls, en skapar sumum verkamönnum
villimannleg vinnuskilyrði og gerir aðra að vélum. Hún kallar fram
gáfur, en hamlar verkamanninn og gerir hann að aumingja.
(MEW: 325-326)
Nú er ekki nóg með það, að Marx hafi verið með tvær ólíkar kenningar
um það, hvernig aðstæðurnar hafa áhrif á vitund manna; stundum gefur
hann hugsun mannsandans - spekúlasjónum og bollaleggingum - stórt
hlutverk. Hér skulu tilfærð aðeins tvö dæmi.
í Átjánda Brumaire Lúðvíks Bónapartes lýsir Marx flókinni stéttasam-
setningu franska þjóðfélagsins og hagsmunaárekstrum milli stétta og innan
stétta. Fólk má ekki ímynda sér, segir hann, að hinir lýðræðissinnuðu
fulltrúar, pólitískir og bókmenntalegir, séu allir „shopkeepers“ (þetta er sagt
svona í íslensku þýðingunni í Úrvalsritum), en þeir eru fulltrúar smáborgar-
ans vegna þess að „í höfði sínu komast þeir ekki út fyrir þau takmörk, sem
smáborgarinn strandar á í lífi sínu“ (Ú, 11:144). Samkvæmt þessu getur fólk
verið fulltrúar tiltekinnar stéttar sökum skoðana sinna, þótt það tilheyri
ekki stéttinni.
Svipuð hugsun kemur fram í Þýsku hugmyndafrteðinni. Þar lýsa þeir
Marx og Engels því yfir, þegar þeir ræða um möguleika kommúnískrar
vitundar, að slík vitund geti „myndast einnig meðal annarra stétta með því
að íhuga lífsskilyrði (öreiga)stéttarinnar“ (GI:94. Undirstrikun er mín).
143