Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 25
Hvernig skapast stéttarvitundf skipar lykilsess í Auðmagninu þar sem fullyrt er, að tengsl manna við hluti hafi komið í stað mannlegra tengsla. I Parísarhandritunum er manneskjan vera sem skapar sjálfa sig og sínar eigin aðstæður. Það sem einkennir efnahagskerfið nú er þetta: Því meiri auðæfi sem verkamaðurinn skapar, þeim mun fátækari verður hann. Því fleiri vörur sem hann framleiðir, þeim mun ódýrari verður varan vinnuafl. Gildi mannheima minnkar í beinu hlutfalli við vöxt gildis hlutaheimsins. (MEW: 325-326) Marx segir, að pólitískri hagfræði sjáist yfir firringuna í eðli vinnunnar, því pólitíska hagfræðin lítur ekki á hið beina samband sem er á milli verkamannsins (vinnunnar) og framleiðslunnar: Rétt er það að vinnan framleiðir dýrgripi fyrir hina ríku, en hún skapar verkamanninum örbirgð. Hún reisir hallir, en býr verkamann- inum hreysi.Hún skapar fagra muni, en afskræmir líf verkamannsins. Hún notar vélar í stað vinnuafls, en skapar sumum verkamönnum villimannleg vinnuskilyrði og gerir aðra að vélum. Hún kallar fram gáfur, en hamlar verkamanninn og gerir hann að aumingja. (MEW: 325-326) Nú er ekki nóg með það, að Marx hafi verið með tvær ólíkar kenningar um það, hvernig aðstæðurnar hafa áhrif á vitund manna; stundum gefur hann hugsun mannsandans - spekúlasjónum og bollaleggingum - stórt hlutverk. Hér skulu tilfærð aðeins tvö dæmi. í Átjánda Brumaire Lúðvíks Bónapartes lýsir Marx flókinni stéttasam- setningu franska þjóðfélagsins og hagsmunaárekstrum milli stétta og innan stétta. Fólk má ekki ímynda sér, segir hann, að hinir lýðræðissinnuðu fulltrúar, pólitískir og bókmenntalegir, séu allir „shopkeepers“ (þetta er sagt svona í íslensku þýðingunni í Úrvalsritum), en þeir eru fulltrúar smáborgar- ans vegna þess að „í höfði sínu komast þeir ekki út fyrir þau takmörk, sem smáborgarinn strandar á í lífi sínu“ (Ú, 11:144). Samkvæmt þessu getur fólk verið fulltrúar tiltekinnar stéttar sökum skoðana sinna, þótt það tilheyri ekki stéttinni. Svipuð hugsun kemur fram í Þýsku hugmyndafrteðinni. Þar lýsa þeir Marx og Engels því yfir, þegar þeir ræða um möguleika kommúnískrar vitundar, að slík vitund geti „myndast einnig meðal annarra stétta með því að íhuga lífsskilyrði (öreiga)stéttarinnar“ (GI:94. Undirstrikun er mín). 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.