Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 28
Tímarit Máls og menningar þróun kapítalismans, sem hefur innbyggt lögmál um eigin tortímingu, yrði verkalýðsfélögunum skeinuhætt — því hver er svo sem þörfin fyrir verkalýðsfélög ef allt felst í vélgengi sögunnar? Vangaveltur um ástæður þess að Marx gerði þetta en ekki hitt eru vitaskuld út í hött og þær leiða hugann frá aðalatriðinu: Hversu vel stenst kenning Marx um þróun hins kapítalíska framleiðsluháttar og stéttarvitund tímans tönn? Hvaða gagn getur fólk nú haft af kenning- u(m) hans? Þessum spurningum er erfitt að svara nema hafðar séu í huga breyttar hugmyndir fólks um eðli og endimörk vísindanna. Marx var alls ekki einn um að álíta vísindin geta uppgötvað öll lögmál náttúrunnar; Darwin hafði tekist að finna lykilinn að uppruna mannsins og sjálfri þróuninni, — var þá út í bláinn að álykta að öll þjóðfélög lytu sömu þróunarlögmálum, sem vísindin gætu greint? Enginn vísindamaður myndi nú ætla fræðigrein sinni slíkt hlutverk — til þess eru takmörk vísindanna of augljós. En það er vel við hæfi að enda þessa grein á því að benda á, að Marx leit ekki svo á, að kenning sín væri upphaf og endir allra kenninga. Hann var sjálfur síleitandi og sískapandi. Hann sagði svo um niðurstöður sínar árið 1858 í formálanum að Drögum að gagnrýni á þjóðhagfræði að þær hefðu orðið sér leiðarvísir frekari rannsókna (í íslensku þýðingunni í Urvalsritum er þýska orðið Leitfaden ranglega þýtt sem grundvöllur, og er vissulega skaði að þeirri rangþýðingu). Og það má einnig benda á, að í bréfi sem Marx ritaði Mikhailovsky árið 1877 vísar hann þeirri hugmynd alveg á bug, að kenning sín sé sögu- og heimspekikenning um það einstigi, sem allar þjóðir munu feta, og segir síðan: Með því að skoða hvert þróunarform sérstaklega og bera þau síðan saman má auðveldlega finna skýringu á fyrirbærinu; skýring finnst aldrei ef fólk hefur að leiðarljósi sögu- og heimspekikenningu sem einkennist helst af því að vera ekki í tengslum við söguna. (Úr McLellan, 1971:136) 146 X
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.