Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 39
V
Saga og form
Christa Biirger fann þessari þróun stað í verkum Goethes. Höfuðatriðið
fyrir marxískan skilning á bókmenntaverkum er þetta: Það þýðir ekki að
klína hinum sögulega og félagslega veruleika utan á verkin, vitnisburð um
hann verður að finna í þeim sjálfum. Þá er ekki bara átt við beinan
vitnisburð, það sem sögumaður eða einstakar persónur eru látnar segja; það
er ekki höfuðeinkenni bókmenntaverka að þau fjalli um eitthvað, heldur
hvernig þau fjalla um það, hvaða skipan þau koma á tilfinningar okkar.
Strax í einhverju fyrsta verki Lukács um þróun nútímaleikritunar, skrifuðu
löngu áður en hann varð pólitískur marxisti, taldi hann það höfuðsynd
bókmenntafélagsfræði að skoða bara inntak verka og bera þau saman við
efnahagsgrundvöll samfélagsins. „Það er formið sem segir til um félagslegt
eðli bókmenntanna. Aðeins fyrir tilstuðlan formsins getur skáldið miðlað
viðtakanda upplifun sinni, og það er þessi miðlun, og möguleg og raunveru-
leg áhrif hennar, sem gerir listina að samfélagslegu fyrirbæri.“13 Auðvitað er
ekki hægt að skoða form og inntak sem andstæður, form er „storknað
inntak" (Adorno), heimild um þann tíma sem það varð til á.
Þess vegna er hægt að beina sjónum að móthverfunum milli þess sem
formið „segir“, viðfangsefnis og boðskapar höfundar, og hins sögulega
baksviðs. Tökum Ibsen sem dæmi: I leiklistarsögunni reyndust síðustu verk
hans vera blindgata, þótt „dómsdagurinn yfir honum sjálfum“ einsog hann
kallaði það hafi víða verið áhrifamikill. Leikritun hélt ekki áfram eftir
þessum brautum. Hvers vegna? Ibsen notaði alltaf strangt leikritsform,
ættað frá Frakklandi 17. aldar undir áhrifum frá Aristótelesi og grísku
harmleikjunum. Þetta leikritsform var ríkjandi í Evrópu, með mikilvægum
undantekningum, langt fram á 19. öld, og hefur stundum verið endurvakið
síðan. Tími slíkra leikrita er nútíðin: atburðir á sviðinu verða að skýrast af
því sem persónunum fer þar á milli, ekki af fortíð þeirra eða af tilviljunum,
sambönd fólks birtast í samtölum þess. Þetta mætti kalla inntak þessa
leikritsforms. En Ibsen var í síðustu verkum sínum ekki að kanna sambönd
fólks í nútíð, í heimssýn hans voru þau merkingarlítil. Hann er að fjalla um
innra líf persónanna, og þó mest um fortíð þeirra, það sem gerst hefur áður
en leikritið hefst, hann er að afhjúpa lífslygi þeirra. An lífslyginnar geta þær
ekki lifað: „A tímum sem andsnúnir eru leikritun sviptir leikritahöfundur-
inn sínar eigin persónur lífi.“14 Viðfangsefni Ibsens er skylt módernisman-
um, sem er að mótast á þessum tíma. I stað samskipta fólks er innra líf
einstaklingsins á dagskrá, „sjálfið" andspænis fjandsamlegu umhverfi, en
þannig birtist borgaralegt samfélag mörgum rithöfundum undir lok 19.
aldar.
Með háþróaðri leikhústækni reynir Ibsen að sætta þessa móthverfu milli
157